Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 107
EDVARD GRIEG
83
samkomuhöldum, var sú, segir hann
sjálfur “að því miður hefi eg ekki þá
skapfestu, að geta neitað. Að koma
fram fyrir almenning er mér eins
ógeðfelt og hugsast getur. En samt,
sð hafa yfir og hlusta á mín eigin
tónverk flutt á þann hátt, er best
verður, er freisting sem eg get ekki
staðist.”
Hann var marg-boðinn og beðinn
sð koma vestur um haf, en þrátt fyrir
glæsileg tilboð treystist hann ekki
til að leggja á hafið, því auk hinnar
ólæknandi brjóstveiki kvaldist hann
ókaflega af sjóveiki. Hann sagði
stundum í gamni, að ef Atlantshafið
vildi ábyrgjast að halda sér í skefj-
UIr>, þá kæmi hann ef til vildi vestur
einhvern tíma, en það yrði að vera
skrifleg ábyrgð.
Það sem mest þykir einkenna tón-
list Griegs er hin innilega lýriska
tegurð og jafnframt frumleiki í hugs-
un og framsetningu. Þýskur tónlista-
rýnir sagði einhverju sinni, að gall-
inn á Grieg væri sá, að hann hefði
strandað í norsku fjörðunum og
aldrei komist út úr þeim. Aðrir sjá
í því höfuðkost. Við það, að vera
strang-þjóðlegur, hafi hann orðið
heimsborgari í tónlist. Sem sam-
stæðu þess þurfi ekki annað en benda
ú Tchaikovsky, Dvorák, Liszt og
marga fleiri — einkum þó Chopin
Sem allir risu til heimsfrægðar á þjóð-
legum tónlistar grundvelli.
^eðan Grieg gekk á tónlistarskol-
ann 0g fyrst á eftir, skrifaði hann í
anda þýskra höfunda. En ótrúlega
snemma skildist honum það, að við
Psð væri lítið unnið.
Tyrir þann tíma hafði þeim Kjer-
Lindblad, Hartmann og Gade
tekist að mynda einskonar norrænan
skóla í hljómlist, sem var nokkurs-
konar miðlunartilslökun við þýska
skólann.
Eins og áður var minst á, fór Ole
Bull margsinnis inn um dali og
fjörðu Noregs og hlustaði á og safn-
aði danslögum og söngvum, sem
hann svo notaði í fiðuleiki sína. Áður
höfðu Lindeman og aðrir safnað
miklu, en af meiru var að má. f þess-
um ferðum hafði Ole Bull Grieg
stundum með sér. Grieg var þá að
vísu of ungur til að gera sér fulla
grein fyrir þýðingu þessara ferða,
þótt þær óefað hafi að einhverju leyti
sett mark sitt á sálarlíf hans. En á
Hafnarárunum kyntist hann svo ung-
um samlanda sínum, er Rikard Nord-
raak hét. Hann söng og lék á hljóð-
færi lög eftir sjálfan sig við kvæði
Björnstjerne Björnsons, full af eld-
móði og nýum þrótt. Segir Grieg svo
sjálfur frá “Það var eins og hreistrið
félli þá af augum mínum. Það var
honum að þakka, að eg lærði að
þekkja til fulls norsk alþýðulög og
um leið eðli sjálfs míns. Við gerðum
þá þegar samsæri á móti þessum veik-
geðja Gade - Mendelsohn skóla á
Norðurlöndum, og upp úr því reis
hinn reglulegi norræni skóli í hljóm-
list.”
En Nordraaks naut ekki lengi við.
Hann dó á unga aldri frá nýbyrjuðu
verki, og áður en hann hafði full-
fengið sig.
En upp af þessu spratt svo sú trú-
villa, að Grieg hefði eiginlega lítið
gert sjálfur annað, en að raddsetja og
færa til betri vegar norsk alþýðulög
og dansa. Sannleikurinn er samt sá,
að aðeins eitt af sönglögum hans er