Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 110
86
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
æðsti heiður, er franska þjóðin getur
veitt.
Grieg andaðist í Björgvin 4. sep-
tember 1907 eftir viku sjúkrahúss-
legu — þá rúmra 64 ára gamall. Var
líkami hans brendur á báli í apríl-
mánuði vorið eftir, og greftrunarlag
það, er hann kvað yfir vini sínum,
Nordraak, leikið meðan líkfylgdin
barst um stræti borgarinnar. Borgin
var öll tjölduð svörtu, og voru allir
skólar, verksmiðjur og búðir lokaðar
þann dag. Er talið, að yfir fjörutíu
þúsund manns hafi tekið þátt í at-
höfninni. Jarðarförin fór fram með
umsjón ríkisins og á ríkisins kostnað.
★
Frá Tröllhaugum blasir við höfði,
er skerst út í fjörðinn, og rís stand-
bergið beint upp úr sjónum. Utan í
bjarginu er lítill hellir, sem ekki
verður komist að á landi. Inn í þenn-
an helli var skrínið með ösku Griegs
lagt. Síðan var múrað fyrir hellis-
munnann, og marmaratafla með lát-
lausri grafskrift á fest í múrsteyp-
una, sem bendir á hinsta hvílurúm
hans um ókomnar aldir.
í stormtryldum vetrarbyljum stíg-
ur Ægir hrikadans við hamravegg-
ina með tröllum og óvættum Péturs
Gauts. En á síðkvelda sumarnóttum
óma þar fyrir hellisdyrum vöggu-
söngvar Ægisdætra í kvöldkyrðinni
samræmdar fiðlustreng fjallgolunn-
ar — hinar norrænu náttúruraddir, er
Grieg elskaði og skildi og túlkaði
öllum öðrum betur.
------★--------
IÞirJáiip síaBs.aaip
VONIN
Vonin kannske veldur því,
að viskan stundum tapar.
En þegar rauna þéttast ský
þó er oftast gripið í
þetta vopn, sem vanmátturinn skapar.
VÍSA EFTIR IBSEN
Að lifa — er látlaus hreða
við lægstu hvatir og gróm.
Að yrkja — það er að kveða
yfir sér Stóradóm.
HRINGHENDA
Skuggatjöld um fell og fit
fegurð völdum rýja.
Mánans köldu geislaglit
glampa á földum skýja.
G.