Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 111
Fáein minningarorð.
Þegar góðir menn
°g mikilhæfir flytja
yfir elfuna miklu,
v e r ð u r um stund
^ljóðara í mann-
h e i m u m. Einkum
íinst mönnum skarð-
ið stórt og vandfylt,
e f u m merkisbera
starfs eða hugsjóna
er að ræða. Hjá á-
framhaldandi 1 i f -
andi þjóð í heima-
iandi sínu gætir þess
Þó ekki eins tilfinn-
anlega, því á vissan
^átt má þá segja, að
^aður komi í manns
stað — einhver verði ávalt til þess,
a° taka upp merki þess er féll frá. f
Serstarfi voru, Vestur-íslendinga, er
n°kkuð öðru máli að gegna. Börn
v°r eru ekki ávalt reiðubúin til að
taka við af oss. Þeirra verksvið er
annað, og þeirra andlegu straumar
renna oftast í aðra farvegi. En þótt
Ver’ eldri kynslóðin, séum vitanlega
eins góðir borgar þessa lands, þá
Verða ísland og íslenskar bókmentir
Þó avalt það Helgafell, sem vér æskj-
nrn eltir að lifa við og deyja inn í,
yr eða síðar.
Vér gerum oss oft og tíðum ekki
grein lyrir því fyr en eftir á, hversu
naran þátt í lífi voru vissir ágætis-
^t^un hafa undið. Því var það á síð-
^sta Þjóðræknisþingi, að alla setti
J°ða og eins var og skugga brygði
y lr þingsalinn, er sú frétt barst
þangað, að séra Guð-
mundur Árnason
væri nýlátinn. Hann
hafði verið svo inn-
ofinn störfum þess
þings og lífi fjölda
fslendinga, að erfitt
var að sætta sig við
þá hugsun, að hann
væri a 1 f a r i n n og
hans ætti alórei að
njóta við framar.
*
í byrjun þessarar
aldar var fáment til-
tölulega í Vestur-
landi C a n a d a og
Winnipeg lítil borg
hér á árbökkunum. En þá opnaði
stjórn landsins fyrir alvöru flóðgátt-
ir innflytjenda straumsins. Fólkið
þusti að úr öllum áttum, og þar á
meðal nýir stórhópar frá íslandi. Þá
var vorhugur í lofti. Winnipeg tók
til að breiða sig út yfir sléttuna. All-
ir, sem vetlingi gátu valdið, fóru að
byggja hús — fyrir sjálfa sig, fyrir
aðra og með öðrum. Hvirfingu nýrra
húsa fylgir vorhugur, nýtt líf, nýjar
lífsvonir, ný starfssvið.
Guðmundur Árnason kom hingað
vestur um það leyti — þá unglingur
um tvítugt (f. 1880). Hann var einn
af þeim mörgu, sem tók sér í hönd
hamar og sög, lávita og réttiskeið, og
fór að vinna að húsasmíðum.
En hann var ekki lengi ánægður
með það. Honum fanst hann þurfa
að reisa hærra sitt eigið andlega