Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 113
SÉRA GUÐMUNDUR ÁRNASON
89
að heimili sínu á Lundar þann 24.
febrúar 1943, eftir langvarandi veik-
lndi, þá hátt á sextugasta og þriðja
ari. Við hina fjölmennu jarðarför,
er fór fram frá Sambandskirkjunni í
Winnipeg, var vara-forseti Þjóð-
ræknisfélagsins, séra Valdimar J.
Eylands, og talaði fyrir hönd þess.
Leyfi eg mér að birta smákafla úr
hinna ágætu ræðu hans, sem var eins
°g töluð út úr hjarta áheyrenda hans.
Hann segir meðal annars:
"• • • Var oss öllum ljóst, að við
burtför hans hefðum vér mist ötulan
°g einlægan starfsmann, og að einum
færra væri nú þeirra íslendinga, sem
með elju og alúð leggja sig fram til
að varðveita á vorum slóðum hina
dýrmætu arfleifð feðra vorra, eins og
hún birtist í sögu þeirra og tungu”,
°g ennfremur: “Þar sem úr vanda-
^aálum þurfti að greiða á þingum,
Var hann ávalt tillögugóður, réttsýnn
°g sanngjarn í garð allra manna.
Lómgreind hans var glögg og fram-
*ng hans til mála ávalt hógvær, en
hygð á traustum rökum. Hann var
samvinnuþýður maður og skapaði sér
°tvírætt traust samnefndarmanna
Slnna og þingmanna yfirleitt.”
Lm ritstörf hans segir hann meðal
annars:
“Hann verður vafalaust talinn einn
meðal hinna ritfærustu manna á með-
al íslendinga þeirra, sem alið hafa
aldur sinn hér vestan hafs. Frá penna
hans eru þá líka komnar fjölmargar
fróðlegar ritgjörðir sem birst hafa á
ýmsum árum í Tímariti félagsins. í
þeim ritgjörðum hefir hann, að því
sem Þjóðræknisfélagið snertir, reist
sér þann minnisvarða sem rithöfund-
ur og fræðimaður, sem lengi mun
forða minningu hans frá gleymsku.”
Og þetta úr niðurlaginu:
“Séra Guðmundur kom mér ávalt
fyrir sjónir sem einlægur maður,
hreinn og heilsteyptur í lund og vel
mentaður. En það er jafnan einkenni
mentaðra manna, að vera hógværir í
anda, og reyna ekki að troða sjálfum
sér eða skoðunum sínum upp á aðra
menn, sem sjálfir eiga sannfær-
ingu ..” “Hið tvíþætta samband mun
haldast við í minningunni um hinn
látna samferðamann og starfsbróður:
Hann var góður íslendingur; hann
var mentað prúðmenni.”
Þessi fáu orð eru skrifuð í þakk-
látri minningu um brottkallaðan
samverkamann, en eigi ætluð sem
ævisaga. Hún verður skrifuð af öðr-
um, og birt á öðrum stað, áður en
langt um líður.
G. J.