Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 115
Á FRÓNSMÓTI
91
i
Þúsund ára víking ráns og refja,
réttinn vopna, böðuls stjórn um lönd,
þjóðar drambsins vástjórn hugðist vefja
veröld um og kreppa alla í bönd.
II.
Roðar fyrir sigursól, á fjöllum,
sambandsmanna, þessi árslok við.
Björninn mikli í Austurvegi öllum,
undir hrammi molar fjenda lið
fyrir sunnan forna landið Bjarma,
fellir óvin Svarta hafið við.
Garðaveldi heimtar bætur harma
heima í Berlín fyrr en setur grið.
Breska leó, ameríski ari
ítalskt lið í suðurheimi slá.
Mússólíni og miðaldanna skari
má sín rómversk handtök ónýtt sjá.
Hann, sem eitri blés á Blálendinga,
bölvun leiddi yfir kraminn Spán,
yfir má sér bráðum sjálfur syngja
—sökkva í jörð með dýpstu og mestu smán.
Syðst frá Krít til nyrstu Noregs tanga
Níðhöggs-sinnar löndum rændu og fé;
þjóðrembingsins hakakrossar hanga
helg þars áður stóðu þjóða vé.
Alaska og Ástralíu milli
Ameríka berst við grimma þjóð:
skáeygt fólk með skálkabragða snilli,
skolgult lið, sem þyrstir mjög í blóð.
Illar vélar okkar fjenda lærum
uns við veitum hættulegri sár.
Stríðið vinst. En fórnir, sem við færum,
fæstra hugur skilur þessi ár. —
Eitt er gjald, sem glöpin bætir framtíð:
gefum heimi frið, sem bestur er;
frið, sem jöfnuð færir okkar samtíð,
frið, sem orsök stríða burtu sker.