Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 116
92
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Ilt við lærðum, ilt svo sigrað getum,
öll þá snerist ment á heljar braut,
samt við æðstu alda hugsjón metum
ofar skynjun þeirri, er menning hlaut:
kærleiks andann, konung heimsins mesta,
krúnu ins sanna friðar, einn sem ber.
Einn hann veitir sigursælu besta —
sameiningar stærsti máttur er.
Verði hatrið vörður sigurboðans,
veröld aldrei hlýtur sátt né frið,
þá er ímynd fagra frelsisroðans
falskar vonir, tálmynd, svika-grið. —
Gefum öll af instu hjartans rótum
andann helga vorri fögru jörð:
ástúð þá, sem stendur föstum fótum,
framtíð þegar skilin verða gjörð.
III.
Ein er bæn, sem bindur enda á kvæði,
bæn, sem Fróni helgar líf og sál:
Rísi ísland, út í norður græði,
æskufegra gegn um stríðsins bál. —
Sjáum við í hugans æðstu hilling
hjartans vonir rætast enn á ný,
þegar lýður lands með festu og stilling
lærir betri stjórn á sér — og því.
Megi alþjóð allra stjórna og landa
eignast konung heims, sem dýrðin ber;
þann, sem tengir allra þjóða anda
eining, samhygð, góðleik — kulda ver.
Þá fær eyjan sagna og söngs frá heimi,
sæl og hólpin, bestu lífsins gjöf. —
Drottinn alda og dísir heilla geymi
draumland þitt og mitt við ystu höf.