Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 119
ANDLEGT ATGJÖRVI ISLENSKRAR ALÞÝÐU
95
frá sumum svaðilförum sínum. Loks
sagði hann: “Það var mér hugum-
k*rt starf, að bera bækur bygða á
nailli, og hjálpa fólki, að fá fræðslu,
sem á þeim tímum, var ekki fáanleg
á neinn annan hátt.” Engum gat
dulist lotningin í orðum gamla
^iannsins.
Við þekkjum öll tilhlökkunina,
sem fylgir því, að eiga von á að lesa
Sóða bók. Kærleikurinn til bóka og
frasðslu, er þær höfðu að færa, átti
S'nn þátt í haldgóðri bændamenn-
ingu, sem við, eldra fólkið höfum
n°tið svo mikils af. Það lifir í ljósu
minni hvernig að alt heimilislífið
fékk á sig nýjan blæ, er skemti- eða
^rasðslulestur hófst að kveldi til. Þá
°Pnuðust börnum og unglingum nýir
heimar; tign málsins fór jafnvel ekki
fram hjá hinum ungu. Það er út úr
hjarta íslenskrar alþýðu mælt, er
skáldið Einar Benediktsson kveður í
^grium óði til hins íslenska máls:
ug feðratungan tignarfríð —
Ver taug mín vill því máli unna;
Pess vængur hefst um hvolfin víð,
Pess hljómtak snertir neðstu grunna.
aó ortu guðir lífs við lag:
eg lifi í þvj minn ævidag
°g dey við auðs þess djúpu brunna.”
ráin til að skrifa hefir ávalt lifað
^ sálum íslensks alþýðufólks. Það
að Ír-1Ön^m verið eðlilegt athvarf
S^1trua Pappírnium fyrir mörgu er í
n bÍó- íslendingar hafa verið
vj ^nir 1 blek, engu síður en í brenni-
j^n’ °g er þá nokkuð mikið sagt!
seann SUndlar við að hugsa um iðju-
nsagnaritara vorra — að fornu og
ggJU' Sagan virðist benda til þess,
margir þeirra hafi fyr og síðar
verið alþýðumenn — og lítt lærðir á
“lærðra manna” vísu. Fjölmargir
alþýðumenn hafa á þeim helga vett-
vangi reist sér ódauðlega bautasteina.
Sum stærstu átökin á norðurhjara
heims hafa þar unnin verið, í fornöld
— og á öllum tímum.
Á öldinni sem leið, svo ekki sé
lengra farið aftur í tímann, getur að
líta glæsilega fylkingu fræðimanna,
úr alþýðu hópi, er stórum hafa auðg-
að vora íslensku þjóð.
í því sambandi leyfi eg mér að til-
færa orð eins fróðasta manns, um þau
efni, Ólafs heitins Davíðssonar, er
svo kemst að orði. (Sjá Sunnanfara,
IV. árg. 3. tölublað 1894) :
“f öðrum löndum er það örsjaldan,
að aðrir menn riti bækur, eða hnýsist
niður í vísindi en “lærðir menn”, eða
menn sem hafa notið mikillar ment-
unar, þótt þeir hafi ekki lært latínu,
en slíkt er miklu tíðara á íslandi, og
ber það vott um fróðleiksfýsn þá, sem
fslendingar eru nafnkunnir fyrir. —
Fjöldi af íslenskum “ólærðum mönn-
um” hefir fengist við skáldskap og
má telja suma meðal helstu skálda er
við höfum átt, svo sem Sigurð Breið-
fjörð, Bólu-Hjálmar og Pál Ólafsson
á þessari öld. Sama máli er að gegna
með önnur fræði. Þar hafa “ólærðir
menn” líka unnið ómetanlegt gagn,
bæði með því að semja rit sjálfir og
safna ritum annara manna og rita
þau upp. Hér má nefna til Jón Guð-
mundsson lærða, Björn Jónsson á
Skarðsá, Jón Egilsson á Stóra-Vatns-
horni, og svo ýmsa menn á þessari
öld, Daða Níelsson fróða, Jón Sig-
urðsson í Njarðvík eystra, Sigmund
Matthíasson Long á Seyðisfirði, og
ýmsa fleiri.”
í þessu sambandi vil eg nefna sér-