Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 121
ANDLEGT ATGJÖRVI ÍSLENSKRAR ALÞÝÐU
97
um ísland, og all-margar utan þess.
Ættartölubækur hans eru í 4 bindum
í 4 blaða broti. Prestaævir á íslandi
byrjaði hann að rita 1869, og hélt
þeim áfram og jók stöðugt við þær
áratugum saman. Er frumrit þeirra
15 bindi í 4. blaða broti; 1100 arkir,
þéttskrifaðar, eftir meira en 200
heimildarritum. Sem dæmi um at-
orku hans til ritstarfa, er sagt að vor
eitt, er Sighvatur var í fiskiveri á
Rjallaskaga í Dýrafirði, byrjaði hann
á sumarmálum að þýða úr dönsku
doktorsrit dr. Jóns Þorkelssonar
(yngra), um skáldskapinn á íslandi,
á 15. og 16. öld; hafði hann lokið við
þýðinguna fyrir 1. júlí, áður en hann
fór úr verinu, og hreinritað hana; er
þýðingin 697 bls. í 4 blaða broti með
öllum registrum og þétt skrifuð. —
Hann varð að skrifa á hné sér, orða-
hókarlaus, í slæmri verbúð — er ó-
kleift var á sjó að fara.
Sighvatur naut vináttu margra
^erkra manna, svo sem Jóns Sigurðs-
sonar, Friðþjófs Nansen og margra
annara. Elja hans og dugnaður voru
frábær. Alskonar fróðleik hefir hann
skrifað upp. Dagbók hélt hann í 50
ar- Á prenti eru 162 blaðagreinar,
rhgerðir og kvæði í ýmsum blöðum
°g tírnaritum.
^jóðskjalasafn íslands mun vera
eigandi að öllum ritum Sighvats.
Þótt nú aðeins að þessir tveir menn
seu hér tilnefndir, er að sumu leyti
shara fram úr fjöldanum, getur þó
engum dulist hve fjölmennur sá hóp-
Ur nlþýðumanna er, sem stórvirkir
uafa verið á alþýðleg fræði og þjóð-
eg- Er það glæsileg fylking og sér-
stæð; en þannig er hinn margþætti
þroski íslenskra alþýðumanna öld
eftir öld.
Að því var vikið, í upphafi þessar-
ar greinar, að löngunin til ritstarfa
væri íslenskri alþýðu í blóðið borin.
Á dvalarárum íslendinga í Vestur-
heimi hefir hinna sömu einkenna
gætt. Ávalt hafa menn hér uppi ver-
ið, er ekki einungis hafa verið prýðis-
vel ritfærir, heldur liggja einnig
mikil ritstörf eftir marga alþýðu-
menn hér, bæði fyr og síðar.
Eg vil tilnefna dæmi, máli mínu
til sönnunar, úr því umhverfi, er eg
hefi haft einna mest kynni af, og
dvalið í langvistum, en það er í Nýja-
íslandi. Ef til vill er ekki hægt að
telja það til beinnar fræðimensku,
en eg veit um bændur í bygðum Nýja-
íslands, er haldið hafa dagbækur um
marga áratugi. Einn þeirra, nú lát-
inn fyrir réttum 2 árum, hafði haldið
dagbækur og gert veðurathuganir í
62 ár Þar hefi eg kynst mönnum er
hafa int allstórt verk af hendi, í at-
hugunum um ættfræði og sögu. T. d.
vil eg í því sambandi nefna Magnús
Sigurðsson á Storð. Þekking hans á
íslendingasögum og ættum forn-
manna mun fágæt vera. Það er ekki
ofsögum sagt, að hann hafi “lifað í
íslendingasögunum”, þær hafa verið
unaður hans og yndi, hefir hann og
orðið óvenjulega vel heima í þeim.
Hann hefir skapað sér mjög sjálf-
stæðar skoðanir um sumar þeirra.
Ekki er úr vegi að geta þess, að ekki
fór Magnús að gefa sig við því að rita
ættartölur, fyr en hann var kominn
yfir 70 ára aldur.
Hinn maðurinn, sem eg get ekki
látið hjá líða að minnast á, er Erlend-
ur Guðmundsson á Gimli. Þekking