Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 122
98
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hans á samtíð og sagnfræðilegum
efnum er fjölþætt. Hann hefir ritað
um hin óskyldustu hugsanleg við-
fangsefni. Ekki er hann heldur neinn
yfirborðsmaður, en er djúptækur í
meðferð hvers máls, og lætur óvenju
vel að kryfja þau til mergjar. Hann
á hin sönnu einkenni fræðimannsins:
óþreytandi elju til fræðslu-iðkana
og frábæra nákvæmni í allri meðferð
máls og framsetningu. Hugðarefni
hans sækja að honum, og gefa honum
lítinn frið, svo brennandi er áhugi
hans. Ekki gat hann gefið sig við
ritstörfum fyr en á fullorðinsárum,
en ævilangt mun hann hafa safnað
að sér frumdrögum og fræðslu, er
hann vinnur úr, á efri árum sínum.
Ef dæma skal eftir vikublöðunum
íslensku hér vestan hafs, hygg eg þá
vera marga, eldri mennina hér vestra,
sem safnað hafa miklum fróðleik og
eru prýðilega fróðir — og ritfærir,
þótt hér hafi eg eingöngu til þeirra
vitnað, er eg hefi haft persónuleg
kynni af.
Eg enda þessar fáu línur með því,
að fullyrða, að fáar ef nokkrar þjóðir
muni eiga jafn fróðleikselska al-
þýðu sem vor eigin íslenska þjóð.
Fyr og síðar buðu þeir byrgin hat-
römmum lífskjörum og kringumstæð-
um. Oft skrifuðu þeir með eigin
blóði. Þeir grófu gull úr grýttum
jarðvegi torsóttrar fræðslu, er þeir
lögðu í hendur samtíð sinni og kom-
andi kynslóðum; oftast voru einu
launin vanþökk og misskilningur.
Þeir brugðu blysi þjóðlegrar fræðslu
á loft, þótt eigin fingur oft brynnu.
Við minnumst þeirra með þakklæti,
og metum atgjörvi og göfgi íslenskr-
ar alþýðu. í straumhvörfum aldanna
mættu þau einkenni jafnan lifa: þrá-
in til fræðslu — og sjálfstæðrar at-
hugunar — og löngunin til að fræða
aðra um hjartfólgin hugðarefni.
------★-------
Jóini
Eftir Steingrím Arason
Enn er haldin hátíð þín,
hjartans vinur íslands barna;
dýrðleg ofar öðru skín
enn þín bjarta leiðarstjarna.
Færri myndu flekkir skjöld vorn lita
fleiri’ ef stýrðu eftir þínum vita.
*
ísland lá í sárum — þá eignaðist það son,
sem örvænting þess sneri í glaða trú og von,
og beitti alla ævina yfirburðum sínum
ó, ættjörð þig að vekja og bæta úr hörmum þínum.