Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 127
ÞEGAR EG VAR AUÐKYFINGUR
103
Þau lágu í hrúgu fyrir ofan bæinn og
Hggja þar ef til vill enn.
II.
Skömmu eftir að eg kom til Ame-
ríku, varð eg stórgróðamaður í ann-
að sinn.
Svo hagaði til í Geysis-bygð, að
gamli skólinn stóð á fljótsbakkanum.
Kensla fór fram í sex mánuði á ári,
um kaldasta tímann. Einn eldri
^rengjanna átti smásleða, sem hann
^om með á skólann. Á honum rend-
um við okkur til skiftis niður bakk-
ann- En margir lentu útundan og
horfSu á sleðaferðirnar með ógleði
°g' eftirvæntingu.
Kennaranum gafst miður að þess-
Urn ójöfnuði; því hann vildi að jafnt
gengi yfir ,a2ia nemendur sína, hvað
^fsgleSi snerti. Hugsaði hann því
máliS, og gerSi tillögu um, að við leit-
uðum fyrir okkur um fleiri sleða, eða
að Öðrum kosti einn nógu stóran til
a<^ bera marga farþega í senn. Var
málið rætt fram og aftur, en ekki auð-
Velt að komast að ákjósanlegri niður-
Stöðu- Bændur áttu, að vísu, sleða
sem
þun
einn uxi gekk fyrir. En þeir voru
gir og klunnalegir, reknir saman
úr Plönkum.
^erð á slíku ferlíkani, niður bakk-
ann, var varla þess virði að tosa því
1 baka. Svo voru þessi tæki í brúki
heimilin, til flutninga á heyi og
e úivið. En að standast kostnað á
okk smlðl slíks farartækis var
Ur um megn. Fregnin um þessi
u-dræð, okkar hefir víst borist út
. Vgðina, því piltur einn, sem kom-
"n var a^ skólaaldri tók sig til og
aðl sleða eftir eigin höfði og léði
Ur hann. Efnið var úr eikartrjám
sem uxu á fljótsbakkanum, og var
sleðinn haglega gerður, traustur, en
þó léttur. Ekki rúmaði hann þó nema
tvo, eða mest þrjá farþega, svo enn
máttu olnbogabörnin horfa eftir hin-
um, sem svo lánsamir voru að geta
rent sér niður bakkann. Svo enn var
langt frá því að leikurinn ylli al-
mennri ánægju.
Enn hugsaði Kennarinn ráð sitt.
Hann sýndi okkur fram á að brekkan
væri ófullkomin, og sleðaferðirnar
ekki eins skemtilegar eins og þær
mætti vera. Það væri nauðsynlegt,
að byggja slakkann upp, til að jafna
hraðann og auka vegalengdina sem
sleðinn rann. Hann mun hafa haft í
hyggju sleðabrekkur þær, sem reistar
eru í útjöðrum stórborganna, en við
höfðum aldrei séð. Hann lýsti þess-
um rennum fyrir okkur, og sáum við
brátt að við höfðum engin efni á að
reisa slíkt stórvirki. “En þið hafið
nóg efni,” sagði Kennarinn. — “Snjó
og vatn. Úr þessu má steypa eins og
besta sementi í vetrarfrostinu.” Og
við tókum að steypa úr krapi eftir
fyrirsögn Kennarans.
Rennan var bygð skáhalt fram af
bakkanum þannig, að hún vísaði upp
eftir bugðu í fljótinu, svo hversu
langt sem sleðinn rann eftir að ofan
á ísinn kom, varð hinn bakkinn ekki
til farartálma. Einskonar öryggis-
bríkur voru steyptar á báðar rendur
rennunnar, svo sleðinn kastaðist ekki
út af henni; því hún var all há og
ferðin mikil. Að verkinu unnu allir,
stórir og smáir, stúlkur og piltar; og
hefi eg aldrei, fyr né síðar, séð slíkan
áhuga og ósérplægni koma í ljós hjá
óbrotnum verkalýð.
Að loknu verki þótti sanngjarnt að