Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 128
104
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
jafnt gengi yfir alla, og við rendum
okkur til skiftis niður brekkuna, og
skyldi farþegar skila sleðanum í
hvert skifti. En auk þess að aka
sleðanum upp brekkuna, útheimti
þetta nýja fyrirtæki talsverða fyrir-
höfn — að sópa og vatnsbera rennuna
og ísinn, eins langt og sleðinn rann.
Þesssi vinna fór oft fram fyrir og
eftir skóla, svo frítímunum yrði varið
til ferðalaga. Nokkur tími gekk í'að
skila sleðanum til baka, og fanst
stundum þeim sem biðu eftir honum,
að betur mætti ganga. Fimtán mín-
útna frítími reyndist of stuttur til
þess að allir gæti tekið sér túr. Og
enn varð hópurinn sem beið á bakk-
anum eirðarlaus.
Að líkindum var það þetta eirðar-
leysi, þegar það greip okkur eldri
drengina, sem hvatti okkur til að
finna leið út úr vandræðunum. í and-
dyri skólans voru nokkrir langbekk-
ir, sem notaðir voru við skemtisam-
komur, pólitísk fundarhöld og há-
tíðamessur, sem haldin voru í skólan-
um. Á þessum bekkjum tókum við
traustataki og festum þá uppíloft,
langsætis á sleðann, svo nú rúmaði
hann átta til tíu farþega.
En nú kom kennarinn til skjalanna.
Var sleðinn nógu traustur til að bera
slíkan farm? Og ef hnykkur kom á
hann, mundi hann ekki brjóta örygg-
isbríkina og kastast út af rennunni?
Var nú sleðinn fyrst athugaður í al-
vöru, reyndur á allan hátt; og kom
þá í ljós hversu vel og traustlega hinn
ungi smiður hafði bygt. Hitt reynd-
ist vandasamara, að fá fullvissu um,
að ferðin væri hættulaus; og varð
þeirri spurningu ekki svarað fyr en
sleðinn kastaðist út af rennunni, og
flestir farþegarnir hrufluðust á and-
litum og útlimum. En þá sló ótta yfir
skólalýðinn. Ekki vegna meiðslanna,
sem reyndust smávægileg, heldur
hins, að Kennarinn mundi leggja
blátt bann við fleiri ferðum. En við
lögðum ekki árar í bát. Eins og frum-
býlingum sæmdi, kom okkur ekki til
hugar að gefast upp. . . Fyndist að-
eins ráð til að hafa hönd á sleðanum
niður brekkuna, beita honum eftir
vild . . . stýra honum . . . og gátan var
ráðin!
Við slóum saman ofurlítið sleða-
gerfi og festum það aftan í. Á þessu
kraup stýrimaðurinn og beitti far-
þegasleðanum eftir vild. Þetta veitti
ekki aðeins öryggi niður eftir renn-
unni, heldur rann nú sleðinn lengra
og beinna þegar ísinn tók við. Og
jókst nú áhuginn um allan helming-
Var ekki laust við að sumir okkar
fengi snert af ofurmenniskend, og
teldum okkur kjörna af forsjóninni,
að ráða yfir og skipuleggja fyrir-
tækið. Eg fyrir mitt leyti fullviss-
aðist um að eg væri vel til forustu
fallinn, þegar Kennarinn skipaði mig
stýrimann, gerðist sjálfur farþeg1
fyrstu flutningsferðina og forbauð
að nokkur annar en eg sæti, eða öllu
heldur krypi við stýrið. Ekki vissi
eg neina gilda ástæðu, hví eg hlaut
svo veglega ábyrgðarstöðu, en efað-
ist ekki um dómgreind Kennarans;
meðan eg braut ekki í bága við álit
hans, fanst mér sjálfsagt að skipa
fyrir um þær breytingar, sem mer
virtust til bóta. En eg fór að eins og
Hitler og fleiri einvöldungar, ráð
færði mig, þó ekki væri nema a^
nafninu til, við ötulustu stallbræður
mína.