Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 131
ÞEGAR EG VAR AUÐKYFINGUR
107
enginn fékst til að skila sleðanum, né
s°pa og vatnsbera rennuna.
Svo kom að því einn góðan veður-
^ag. að nokkrir af nemendunum komu
1 skólann með skóflur og gamla sópa.
þessi tæki fóru þeir spölkorn
niður eftir fljótinu og tóku að hreinsa
Snjóinn af ísnum, þar til þeir höfðu
blett fyrir skautasvell.
áir áttu skauta, en úr því rættist
bráðlega. Gjarðajárns-bútar voru
^estir neðan í tré sem bundið var svo
a feturna. Hér rendu sér allir frítt
og gratis; og brátt sátum við stór-
gróðamennirnir einir að rennunni og
öllum fjársjóðnum. Okkur hafði
yfirsést í því, að ná ekki einhvers-
konar einkaleyfis-valdi yfir öllum ís
á íslendingafljóti. í stað þess náð-
um við í einhver skauta-skrífli, og
var náðarsamlega leyft að taka þátt í
hinum nýja leik.
N.B.—Viljandi hef eg ritað með upp-
hafsstaf orðið Kennarinn, því hann
var J. Magnús Bjarnason. (Höf.).
-★•
Eftir Richard Beclc
Blaðarúnar bjarkir fórna
bænarörmum himins til,
stara klaka-stirndum augum
stríðan gegnum vetrarbyl;
bíða, mæddar, betri daga,
blíðan dreymir sumaryl.
Þungur reyndist Þorri löngum
þeim, er frostið nísti grein
feigðarköldum fingrum hvítum,
fjúkið rómi æstum hvein.
Beið þó sól að baki hríða,
brosti stjarna ein og ein.
Spegla bjarkir blaðarúnar
barna jarðar vetrardvöl,
Þorran kalda þeirra daga,
þungra nátta hjartakvöl;
vakir þó og varpar ljóma
vonin yfir þeirra böl.