Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 132
IRitlhöC'vuiinidlsi'r Xfsimsiff’litiiinis ©§| veffe jþeirr®
Það var víst samkvæmt bendingu
síðasta ársþings félags vors, að stjórn-
arnefndin fól mér að minnast í þessu
ársriti, að einhverju leyti, aldarfjórð-
ungs afmælis félagsins.
Forseti félagsins, Dr. Richard
Beck, hljóp drengilega undir bagga
með því að skrifa fyrir mig ritgjörð
þá um sögu og starf félagsins, sem
birtist hér fremst á blaði. Er þar
víst flestu hreyft, sem nokkru máli
varðar og ekki var rætt í grein fyr-
verandi ritstjóra Tímaritsins, Dr.
Rögnv. Péturssonar. Einu mætti eg
þó bæta við, sem Dr. Beck vitanlega
gekk framhjá, að enginn hefir unnið
af meiri áhuga, með meiri dugnaði
og óeigingirni að áhugamálum fé-
lagsins en hann sjálfur, síðan hann
gerðist forseti þess.
Eg hafði í fyrstu ætlað mér, að
skrifa sérstaka grein um Tímaritið
sjálft, sem einnig er tuttugu og fimm
ára með þessa árs riti. En bæði er
það, að rúm mun ekki endast til þess,
og svo sé eg að Dr. Beck hefir tekið
það sérstaklega til yfirlits, og læt því
þar við sitja. Svo væri kannske hægt
að spyrja: Hví að gera þetta litla
tímarit sérstaklega að umtalsefni á
þessum stórflóðstímum alls prentaðs
máls. Því mætti auðvitað svara á þá
leið, að gagnsemi hlutanna fari ekki
ávalt eftir stærð þeirra. Fjölnir var
ekki stórt rit eða langlíft — svo eitt
dæmi af mörgum sé nefnt — níu ár-
gangar í smáu broti. En hvílíkt
undra rót var það ekki, sem hann
kom af stað! Hann var það Gjallair-
horn, sem kvað við landshorna á
milli, og leysti tungu vora úr dönsku
skrifstofu álögunum.
Tímarit vort er að vísu ekkert
Gjallarhorn; en það hefir samt á-
kveðið hlutverk, sem sé, að styðja að
viðhaldi tungu vorrar hér í landi og
heilbrigðum þjóðarmetnaði. O g
tvennu öðru hefir það afkastað: — að
varðveita frá glötun margt það besta,
sem “landar” hér hafa hugsað og
skrifað, síðan það hóf göngu sína —
og að sameina innan einnar og sömu
kápu hugsanir og verk manna af ólík-
ustu skoðunum og flokkum, sem o-
hugsanlegt hefði verið talið fyrir
meira en fjórðungi aldar. Má vel
gjöra sér í hugarlund, að það, ekki
síst, verði til þess, að bregða upp
spegilmynd fyrir komandi kynslóð-
um af hinu andlega viðhorfi Vestur-
íslendinga á því tímabili, sem ritið
var að koma út.
Æskilegast hefði verið að flokka
ritsafn Tímaritsins eftir efni, þanmg
að í einn flokkinn kæmi ritgjörðir-
fyrirlestrar og æviminningar; í anU'
an sögur, leikrit og riss af ýmsu tæn
og í enn annan öll ljóðagjörð, bundið
og órímað. En svo kemur það brátt
í Ijós, að fjöldi þeirra, sem mest eiga
í ritinu, mundu verða flokkaðir í alla
þessa liðu, og er ekki nauðsynlegt að
benda á nein dæmi því til sönnunar.
Ánægjulegast hefði auðvitað veriðt
að hafa stutta skýringu, er gæfi
á höfundunum. En þegar þess er
gætt, að í milli 110—120 nöfn koma
til greina, sést fljótt, að rúm það, er