Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 140
116
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Kristján Pálssson
23. Skjöldurinn.
25. Rauðá.
Ragnar Stefánsson
23. Þar sem mig dreymdi.
24. Rökkurrof.
Sigfús B. Benediktsson
24. Draumur ástarinnar.
Jakob J. Norman
24. Hvítbláinn.
Dr. M. B. Halldórsson
24. Um meðferð vopna.
EæfemF ©g?
Send Tímaritinu
Saga íslendinga í Vesturheimi II, eftir
Þorst. Þ. Þorsteinsson. Columbia
Press, Winnipeg.
Um bók þessa er ekki nema gott eitt að
segja. Hún er útgefendunum, og öllum,
sem að henni standa til stórsóma. Papp-
írinn góður, letur og blek í besta lagi, og
bandið sterkt og smekklegt. Prentvillur,
þessi erfðasynd okkar prentaranna og
prófarkalesaranna, eru víst ekki mjög
margar né bagalegar. Þó hefi eg orðið
nokkurra var. Á efni og efnismeðferð
verður enginn dómur lagður. En bæði er
bókin full af fróðleik og framúrskarandi
skemtileg aflestrar. I allri vinsemd vildi
eg þó benda höf. á, að reiða sig ekki um
of, rannsóknarlaust, á heimildir þær,
sem hér hafa verið prentaðar vestra, um
staða og sveita og bæjanöfn — og jafn-
vel ættfærslu sumra manna. Hefi eg
oft áður orðið var við rangfærslur úr
mínum bygðarlögum heima. 1 bókinni
eru fáeinar slíkar villur, og hafa viku-
blöðin hér bent á sumar þeirra. En að
minsta kosti eina fleiri hefi eg rekið mig
á. I Múlasýslum er enginn bær, sem
heitir Meðalland. Bærinn, sem foreldr-
ar skáldsins J. M. Bjarnasonar komu frá,
heitir Meðalnes, og er á vesturbakka
Lagarfljóts í Fellum, Norður-Múlasýslu.
Hinn lofsverði áhugi útgefendanna á,
að sjá þessu fyrirtæki farborða, ætti að
verða næg hvöt til allra Vestur-Islend-
inga, sem nokkra rækt vilja leggja við
uppruna sinn og þjóðerni, að kaupa bók-
ina og lesa — ekki aðeins fyrsta og ann-
að bindið, heldur og það, er vér eigum í
vændum.
★
The Icelandic Canadian, I, 1-4 og
1-2. Viking Press, Winnipeg.
Þetta rit hinnar enskumælandi sam-
bandsdeildar Þjóðræknisfélagsins, The
Icelandic Canadian Club, hefir nú komið
út í hálft annað ár, sex hefti als. í því er
margt læsilegt, enda hefir því stöðugt
verið að fara fram. Það er óðum að finna
og kannast v'ið tilverurétt sinn. Og
það heldur í réttu horfi framvegis, ma
búast við, að það geti orðið á borð við
The Americán Scandinavian Review.
Aðalritstj. til þessa hefir verið hin vel-
þekta skáldkona Laura Goodman Sal-
verson. Það fylgir hinum mest tlðkaða
enska sið, að hræra auglýsingunum inn'
an um lesmálið, og verður ekki na00
sanni sagt, að það fari vel í svona litlu
riti, sem alt er prentað í einum lit, °S
hvetur kaupendurna lítt til, að halda Þvl
saman.
Eitt mjög lofsvert markmið hefir ritið
sett sér, og það er, að hafa tölu á, og
myndir af sem flestum íslensku drengl"
unum og stúlkunum, sem gengið hafa 1
herþjónustu. Væri óskandi, að það s®1
sér fært framvegis, að birta heildar
nafnalista þeirra allra, jafnvel þó slePP3
verði myndum og ættfærslum, því nsesta
ólíklegt er, að nokkurt félag taki að ser
aftur það risaverk, sem Jóns Sigurðsson
ar félagið gerði eftir fyrra heimsstríði
1914-18, að gefa út bók með myndum
ættartölum allra hermannanna.