Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 142
118
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
því undarlegra er það, að þeir hafa
aldrei átt heimaunnin sönglög, svo
talist geti, sem eru kvæðunum sam-
boðin. Er annaðhvort það, að þeim
er ekki frumleg tónlistargáfa í blóð
borin, eða þá að einangrun aldalöng
hefir aftrað þeim frá, að afla sér
nauðsynlegrar þekkingar í þeim efn-
um.
Fyrsti vísir til sjálfstæðs tónskáld-
skapar byrjar ekki fyr en um eða eft-
ir miðja síðustu öld, og verður að
teljast enn á bernsku skeiði. Er þó
ekki með þessu verið að gera lítið úr
vorum efnilegu núlifandi tónskáld-
um eða þeim sem dánir eru.
Af þessari vöntun á þjóðlegum
fögrum sönglögum hefir svo leitt, að
skáldin hafa farið auðveldustu leið-
ina, og tekið lögin að láni, þegar á
hefir legið. Þannig orti Bjarni Thor-
arensen “Eldgamla ísafold” undir
kongsbænalagi Breta; Jónas Hall-
grímsson “Þið þekkið fold” og “Hvað
er svo glatt” undir dönskum lögum;
Jón Thoroddsen orti “Ó, fögur er vor
fósturjörð” við danskt lag; Grímur
Thomsen kvað “Táp og fjör” og “ís-
lands lag” með finnskum lögum, og
Kristján Jónsson “ísland, fsland, ó
ættarland” undir þjóðlagi Finna. Jón
Ólafsson yrkir “Já, vér elskum fsa-
foldu” við þjóðlag Norðmanna, og
Stgr. Thorsteinsson sjómannasöng
undir sama lagi; og svona mætti lengi
rekja. Jafnvel þjóðsöngslög Frakka
og Þjóðverja hafa verið sungin við
íslensk ættjarðarkvæði. En hámark-
inu var þó náð, þegar þjóðsöngur
Rússa, frá keisaraveldistímabilinu,
var gerður að bæn gegn hafísum og
hallæri — “ískalda ísatíð”.
Við þetta vildi eg bæta strax þeirri
athugasemd, að með því, sem að fram-
an er sagt, er ekki verið að hafa á
móti því, að sungin séu útlend lög,
almenns eðlis, á gleðimótum, sam-
söngvum eða öðrum tónlistarsam-
komum, né heldur, að þýddir séu
söngvarnir eða nýir ortir, ef svo ber
undir. En sjálfur þjóðsöngurinn,
fánalög, föðurlandsljóð, kvæði einka-
félaga, eða önnur viðtekin samkomu-
ljóð, mega með engu móti vera ort
undir þjóðsöngslögum annara þjóða
eða landa.
Nei, vér getum ekki, sóma vors
vegna, haldið áfram að taka sönglög
að láni frá öðrum þjóðum — allra
síst þjóðsöngvana sjálfa. Það á sér
víst heldur hvergi stað nema vor a
meðal, og er hneyksli, sem verður að
afmást í framtíðinni. Þjóðsöngur
(National Anthem), hverrar þjóðar
sem er, tilheyrir herini einni, og ma
ekki syngjast í öðrum tilgangi né við
önnur tækifæri, en í heiðursskyni við
hlutaðeigandi þjóð. Það er álíka
flónska og að draga á stöng annara
þjóða fána, þar sem vor eigin fani
ætti að blakta.
Vér verðum að eignast nýjan þjóð-
söng — ljóð og lag — sem hvergi er
tekinn að láni. Hið unga ísland,
framtíðar ríkið, getur ekki lengur
unað því, að syngja “Eldgamla ísa'
fold” fyrir minni hins yngsta endur-
reista lýðveldis, né heldur er viðeig'
andi, að syngja trúarlegan hátíða-
söng, um “titrandi tár” þess tíma sem
löngu er dáinn, á hverju gleðimotn
félagssamkomu eða skrúðgöngu. a'
samt við hverja þingsetningu °S
þingslit, um ókomnar aldaraðir.