Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 146
122
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
fagra fortíð, viðleitni að þróast í sam-
rœmi við það, sem best er í eðlinu, er
aðalsmark einstaklinga sem þjóða.”
★
Þegar vér horfum yfir farinn veg á-
árinu, verður oss að vonum ofarlega í
huga minningin um mörg mœt og merk
félagssystkin, sem látist hafa á því
tímabili; en þau eru þessi, samkvæmt
upplýsingum frá Guðmanni Levy, fjár-
málaritara: Friðrik Swanson, Winnipeg,
heiðursfélagi; Sigtryggur Jónasson, Ár-
borg, heiðursfélagi; dr. V. A. Vigfússon,
Saskatoon, Sask.; Otto W. Bardarson,
skólastjóri, Carmel-by-the-Sea, Calif.;
Magnús Jónsson (frá Fjalli), Blaine,
Wash.; dr. John Árnason Johnson, Ta-
coma, Wash.; Guðmundur Hjartarson,
Steep Rock; Guðmundur Egilsson, Wyn-
yard, Sask.; Magnús Ingimarsson, Wyn-
yard, Sask.; Thorgils Halldórsson, Moun-
tain, N. Dak.; Mrs. Anna J. K. Einars-
son, Cavalier, N. Dak.; Stefán Abrahams-
son, Winnipeg; Mrs. Jóna Goodman,
Winnipeg; Mrs. Sesselja Gottskálkson,
Winnipeg; Kristján Hannesson, Winni-
peg; Mrs. Jón Jónatansson, Winnipeg;
Lýður S. Líndal, Winnipeg; Mrs. Rann-
veig K. Stefánsson, Winnipeg; séra
Níels Steingrímur Thorláksson, Canton,
S. Dak.; Mrs. Helga Johnson, Winnipeg;
Gestur Oddleifsson, Árborg; Jón H.
Goodmundsson, Elfros; Mrs. Guðrún H.
Friðriksson, Winnipegosis; Kristján
Bessason, Selkirk; Sigfús Pálsson, Van-
couver og Ólafur Hall, Wynyard.
I þessum hópi eru menn, sem staðið
hafa framarlega í fylkingu islendinga í
landi hér síðan á landnámstíð, og skipa
heiðursess í sögu vorri; þá eru þar
aðrir, sem féllu að velli um aldur fram
í blóma lífsins. En þakklátlega minn-
umst vér þessara félagssystkina allra
saman fyrir trúmensku þeirra við sam-
eiginlegar erfðir og áhugamál og vott-
um skyldmennum þeirra hugheila sam-
úð vora.
Útbreiðslumál
Ánægjulegt er það til frásagnar, og
ætti að vera til uppörvunar í starfinu,
að félaginu hefir drjúgum aukist liðs-
afli á liðnu ári víðsvegar um Vesturálfu.
Nær ágústlokum I sumar var þjóðrækn-
isdeild stofnuð í Mikley með 40 með-
limum. Embættismenn hennar eru:
Mrs. H. W. Sigurgeirsson, forseti; G. A.
Williams, vara-forseti; Bergþór Pálsson,
ritari; Mrs. Þorsteinn Pálsson, vara-rit-
ari og Helgi K. Tómasson, gjaldkeri.
Má óhætt segja, að þar sé rúm hvert
vel skipað. Hefir deildin þegar tekið
til starfa og er íslenskukensla í þágu
barna og unglinga helsta mál á starfs-
skrá hennar; getur eigi þarfara eða
tímabærara viðfangsefni. Deildarstofn-
un þessi var árangurinn af útbreiðslu-
ferð, sem Ásmundur P. Jóhannsson, fé-
hirðir, Mrs. Einar P. Jónsson, vara-rit-
ari, Sveinn Thorvaldson, M.B.E., vara-
fjármálaritari og forseti fóru til eyjar-
innar. Jafnframt því, sem eg býð hina
nýju deild velkomna í hópinn og full-
trúa hennar á þingið, vil eg þakka
Mikleyingum alúðlegar og ágætar við-
tökur.
Þá hefir íslendingafélagið í New York
ákveðið að gerast deild í Þjóðræknis-
félaginu; er það fyrir atbeina Árna G-
Eggertson, K.C., lögfræðings, er sótti
fund íslendinga austur þar síðastliðinn
vetur sem fulltrúi stjórnarnefndar vorr-
ar. — Hafi hann heiður og þökk fýri1
þennan stuðning sinn við málstað vorn-
Forseti Islendingafélagsins í New York
er E. Grettir Eggertson raffræðingur-
Feta þeir bræður því sjáanlega vel 1
fótspor föður sins um trygð við íslensk
þjóðræknismál.
Einnig barst mér nýlega tilkynning
um það frá J. J. Middal, ritara lestrar-
félagsins “Vestri” í Seattle, að það félag
hefði ákveðið að gerast sambandsdeild 1
Þjóðræknisfélaginu, en forseti þess var
þá Kolbeinn S. Thordarson. Er mér
ljúft og skylt, að bjóða nefndar deildi1
velkomnar i félagið, og ánægjulegt er
það sérstaklega, að með upptöku þeirra
brúar félagið álfuna þvera.
Ekki eru það þó, góðu heilli, NevV
York Islendingar einir, sem gengið hafa
undir félagsfána vorn á Austurströnd'
inni, því að fyrir stuttu síðan barst mer
sú góða frétt, að eigi færri en 15 ís'
lendingar í Boston hefðu gengið í fe'
lagið. Eigum vér það að þakka drengi'