Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 148
124
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mjög öðrum til fyrirmyndar. Mrs. Dan-
ielson hefir æft söngflokk barna með
aðstoð Mrs. S. B. Stefánsson.
Stendur félagið nú sem áður í hinni
mestu þakklætisskuld við kennara þessa
fyrir áhuga þeirra og fórnfúst starf.
Sama máli gegnir um Ásmund P. Jó-
hannsson, sem enn hefir, eins og um
undanfarin áratug, látið sér sérstakleg
umhugað um hag skólans og framgang.
Þá standa deildir félagsins í Riverton,
Árborg og Mikley, og ef til vill víðar, að
íslenskukenslu með góðum árangri. —
Bera þeim öllum þakkir, sem leggja
hönd að þeirri þörfu starfsemi.
Á síðasta þjóðræknisþingi gerðist sú
nýbreytni, að forseta var falið að skipa
milliþinganefnd í fræðslumálum. —
Skipaði hann hana þessum mönnum o
konum: Mrs. Einar P. Jónsson, formað-
ur; Ásmundur P. Jóhannsson, Mrs. S. E.
Björnsson, Sveinn Thorvaldson og Miss
Vilborg Eyjólfsson; hefir fólk þetta alt
sýnt hinn mesta áhuga á fræðslumálum
vorum. Forseti hefir einnig setið fund
nefndarinnar og stutt hana að starfi eft-
ir föngum. Tók nefndin þegar til starfa
eigi löngu eftir þingið i fyrra og hefir
unnið að því að skipuleggja íslensku-
kensluna, er miklu fyrri skyldi gert hafa
verið. Með það fyrir augum hefir nefnd-
in, með fulltingi stjórnarnefndar Þjóð-
ræknisfélagsins, valið og pantað fjölda
kenslubóka frá Islandi, sem væntanleg-
ar eru á næstunni og bæta vonandi úr
hinni brýnu þörf, sem verið hefir á slík-
um bókum og gert kennurum og nem-
endum aðstöðuna stórum erfiðari. 1
skýrslu milliþinganefndarinnar í þess-
um málum verður skýrt nánar frá þess-
ari viðleitni og hinni ágætu samvinnu,
sem landar vorir heima hafa veitt oss i
þeim efnum.
Samvinnumál við ísland
Er það ekki ofmælt, að Islendingar
heima á ættjörðinni hafa með mörgum
hætti sýnt það í verki undanfarið, að
þeim er af heilum huga ant um það að
treysta sem mest ættarböndin og fram-
haldandi menningarsamband milli vor
og þeirra. Eigi hafa þeir þó fram að
þessu stigið merkilegra eða þakkar-
verðara spor í þátt átt, en með frum-
varpi því um styrk til Islendinga vestan
hafs til náms í íslenskum fræðum í
Háskóla Islands, sem Bjarni alþingis-
maður Ásgeirsson flutti og Alþingi Is-
lands samþykti og afgreiddi sem lög þ.
22. maí síðastliðinn. Var lagafrumvarp
þetta undirritað af Sveini Björnssyni
rikisstjóra og prófessor Magnúsi Jóns-
syni, þáverandi kenslumálaráðherra, þ-
4. júlí í sumar. Þar sem Þjóðræknis-
félagið er beinn aðili i þessu máli, fer
ágætlega á því, að frumvarpið, í þeirri
mynd, sem það var samþykt og undir-
ritað, sé tekið upp í skýrslu þessa, en
það er á þessa leið:
1. gr.
Kenslumálaráðherra skal heimilt að
veita manni af íslenskum ættum, ein-
um í senn, sem búsettur er í Canada,
eða Bandaríkjum Norður-Ameríku, og
lokið hefir stúdentsprófi þar, styrk úr
ríkissjóði til náms í íslenskum fræðum
í heimspekideild Háskóla Islands.
2. gr.
Námsstyrkur samkvæmt 1. gr. skal
miðaður við það, að nemandinn fái
greiddan hæfilegan kostnað af húsnæði,
fæði og kaupum nauðsynlegra 'náms-
bóka. Ráðherra úrskurðar kosthað þann,
að fengnu áliti heimspekideildar há-
skólans, og skal fæðis- og húsnæðis-
kostnaður greiddur fyrirfram.
3. gr.
Ráðherra ákveður, hver styrks þessa
skuli verða aðnjótandi í hvert sinn, að
fengnum tillögum stjórnar Þjóðræknis-
félags Islendinga í Vesturheimi og
heimspekideildar Háskóla Islands.
Sá, er styrk hlýtur, skal njóta hans
meðan hann stundar nám í deildinni, þó
aldrei lengur en 4 ár.
Samþykt þessa lagafrumvarps lýsir
frábærum drengskaparhug í garð vor ís-
lendinga í landi hér, og eiga flutnings-
maður frumvarpsins og Alþingi í heild
sinni skilið ómældar þakkir vorar fyrir
þá ágætu ræktarsemi og framsýni, sem
liggur hér að baki. Má einnig vafa-
laust fullyrða, að þetta djúptæka sam-