Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 152
128
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
manna byggist framtíðarheill félagsins.
Því meiri og víðtækari góðhug almenn-
ings, sem það á að fagna, því traustari
grunni stendur það á; og mér sýnist það
mesta góðspáin um framhaldandi starf
þess og tilveru, að almenningshylli þess
virðist fara vaxandi og jafnframt skiln-
ingurinn á nauðsyn þess, enda á það
tuttugu og fimm ára afmæli næstá ár.
Eigi að síður skyldi enginn láta sér
það í hug koma, að ekki sé um margt
á brattann að sækja í þjóðræknisoar-
áttu vorri hérlendis; við þá staðreynd er
oss holt að horfast í augu. En með
samstiltum átökum og sterkum sigur-
vilja má langt komast og mörgum örð-
ugleikum úr vegi ryðja. Og næg verk-
efni bíða vor; ónumin lönd í bygðum
vorum, þó nokkuð hafi áunnist síðast-
liðið ár, og óbygð að miklu leyti brúin
milli eldri og yngri kynslóða vorra í
landi hér. Vér eigum enn langt líf fyr-
ir höndum þjóðernislega, ef vér stönd-
um fast saman um heilbrigða varð-
veislu þeirra menningarerfða og rnann-
dómslundar, sem verið hafa besta eign
og mesta prýði þjóðar vorrar. Sækjum
starfsglöð fram i þeirri sigurtrú og hún
mun ekki láta sér til skammar verða.
Göngum að þingstörfum vorum í þeim
sama anda, og þá munum vér héðan
fara bæði ánægðari og auðugri en vér
komum. Blessun fylgi störfum vorum!
RICHARD BECK
Á. P. Jóhannson lagði til og Sveinn
Thorvaldson studdi að ræðan sé með-
tekin af þinginu með mikilli ánægju.
Var það samþykt í einu hljóði með
mesta fögnuði.
Þegar hér var komið höfðu svo margir
bæst við á þingið að salurinn var ná-
lega fullur. Lýsti forseti ánægju sinni
yfir því hversu vel þingið væri sótt og
hversu mikinn áhuga fólk sýndi fyrir
störfum þess.
Símskeyti og bréflegar kveðjur
til Þjóðrœknisþingsins
Reykjavík, 20. febr. 1943
The Icelandic National League,
% Rev. Eylands,
776 Victor St., Winnipeg.
Árnaðaróskir ársþinginu og öllum
Vestur-íslendingum með innilegu hand-
taki yfir hafið.
Sveinn Björnsson, ríkisstjóri
Reykjavík, 20. febr. 1943
Icelandic National League,
776 Victor St., Winnipeg.
Hearty greetings to your congress and
best wishes in all future endeavours on
behalf of League.
Icelandic League,
Árni Eylands, president
New York, 21. febr. 1943
Richard Beck, President,
Icelandic National League,
776 Victor St., Winnipeg.
íslendingafélagið í New York sendir
þingi Þjóðrækinsfélagsins kveðju sína
og óskar félaginu heillaríks framtíðar-
starfs.
Grettir Eggertson, forseti
New York, 21. febr. 1943
Prófessor Richard Beck,
975 Ingersoll St., Winnipeg.
Regret unable to attend meeting Ice'
landic National League. Send greetings
best wishes.
Jakob Gíslason.
(raffræðingur frá Rvík-)
LEGATION OF ICELAND
Washington, D. C.
16. febrúar, 1943
Hr. forseti
Þjóðrækinsfélags íslendinga
í Vesturheimi
Prófessor Richard Beck.
1 tilefni af því, að ÞjóðræknisþinS
Vestur-Islendinga fer nú í hönd, vil
biðja yður, hr. forseti að færa þingin11
mínar alúðarfylstu kveðjur og bestu
árnaðaróskir. Vona eg að þetta þ>n£
megi marka ný spor í samvinnu Islend-
inga beggja megin hafsins.