Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 156
132
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
31. des. 1941:
Kostnaður á byggingu,
652 Home St....$10,284.65
31. des. 1942:
Óinnfærður kostn
aður frá 1941. .. 621.45
---------- $10,906.10
31. des. 1942:
Skuld, fyrsti
veðréttur ..... $4,750.00
31. des. 1942:
Skuld á kæli-
skápum ........... 331.50
---------- 5,081.50
Netto .....................$5,824.60
Ó. Pétursson
Framanritaðan reikning höfum vér end-
urskoðað og höfum ekki að athuga við
hann.
—Winnipeg, Man., 17. febr. 1943.
S. Jakobson G. L. Jóhannson
Var öllum þessum skýrslum vísað til
fjármálanefndar samkvæmt tillögu frá
Gretti Jóhannssyni studdri af Á. P. Jó-
hannssyni.
Ritari skýrði frá því að tólf fundir
hefðu verið haldnir á árinu. Hann las
stutta skýrslu, sem hér birtist:
Orð frá ritara
Herra forseti, háttvirti þingheimur.
Eg var að lita yfir lög og stjórnarskrá
félagsins nýlega og sá það þar að alls
ekki er ætlast til þess að ritari gefi
nokkra skýrslu. Svo er ráð fyrir gert að
forseti skýri frá öllum málum í skýrslu
sinni og væri því önnur skýrsla frá
skrifara einungis upptugga eða endur-
tekning af forsetaskýrslunni.
Aðeins skal eg geta þess að tólf fund-
ir voru haldnir alls á árinu, stýrði
forseti þeim öllum að einúm undan-
teknum, sem vara-forseti, séra V. J. Ey-
lands, stýrði í fjarveru hans. Annars
voru allir fundirnir prýðilega vel sóttir.
Nefndin hafði ýms málefni til ihug-
unar og úrslita og var samvinna yfirleitt
hin ákjósanlegasta og þakka eg með-
nefndarmönnum mínum fyrir góða sam-
vinnu. Þó skal þess getið að í einu eða
tveimur málum var eg meirihluta nefnd-
arinnar ósamþykkur.
Eg vil taka það fram að forseti
félagsins hefir verið óþreytandi í störf-
um sínum því til útbreiðslu og fram-
fara. 1 fyrsta skifti í sögu félagsins
hefir kona átt sæti í nefndinni, er það
frú Ingibjörg Jónsson, kona ritstjóra
Lögbergs, hefir hún skipað það með
dugnaði og áhuga; færi vel á þvi að
það yrði regla félagsins að kjósa fram-
vegis að minsta kosti, tvær konur i
stjórnarnefndina.
Sig. Júl. Jóhannesson
Þá kom séra V. J. Eylands með álit
og tillögu dagskrárnefndar, og var hún
þannig:
1. Þingsetning.
2. Skýrsla forseta og annara em-
bættismanna.
3. Kosning kjörbréfanefndar og
dagskrárnefndar.
4. Kveðja frá “Viking Club”.
5. Skýrslur frá deildum.
6. Skýrslur milliþinganefnda.
7. Fræðslumál.
8. Fjármál.
9. Samvinnumál.
10. Útgáfumál.
11. Bókasöfn.
12. Minjasafnið.
13. Rithöfundasjóður.
14. Kosning embættismanna.
15. Ný mál.
16. Ólokin störf.
Þessi tillaga var samþykt obreytt.
Þá kallaði forseti á Jónas Jónasson
kennara, forseta félagsins “Viking Club’ •
Kom hann fram og flutti snjalt erindi,
eggjaði til starfs og framsóknar, sam-
vinnu og samtaka milli allra skandi-
navisku þjóðbrotanna, og hvatti til ÞesS
sérstaklega að afhenda æskunni hinn
norræna arf á þann hátt að hún nýti
hans og skildi hann. Var gerður góður
rómur að ræðu hans og þakkaði forseti
honum í eigin nafni og þingsins fýrir
komuna og erindið.
Þá lagði Á. P. Jóhannson til og ritari
studdi að fundi sé frestað til 1.45 e. h-,
var það samþykt.