Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 158
134
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
/
— Auðvitað er Báran þakklát öllum
þeim sem stuðluðu að því að gera þessa
söngsamkomu eins ánœgjulega og frek-
ast varð ákosið.
Inntektir af þessari samkomu urðu
$51.35, og gjöf frá Garðar kvenfélagi
$7.65.
Kostnaður í sambandi við söngkenslu
barna og unglinga og áðurnefnda sam-
komu á Garðar, $59.00, svo útgjöld og
inntektir stóðust þar á endum.
Fyrirhugað var að hafa söngskemtun
á Mountain seinna að haustinu, með
Mountain-flokknum, en af því varð
ekki, sökum þess að nokkrar fjölskyldur
fóru þá að flytja vestur að hafi, og þeir
unglingar sem eftir voru urðu að hjálpa
til við kartöfluuppskeru.
Tilsögn var gefin i íslensku um nokk-
urn tíma, en gekk skrykkjótt, vegna þess
hve óregluleg aðsóknin var. — Um 30
innrituðust, en meðal aðsókn nam tæp-
um helming af þeirri tölu. Mun þvi
varasamt framvegis að vitna i Moun-
tain sem eina af helstu gróðrarstöðum
íslenskunnar hér vestra.
Yfir höfuð hefir verið deyfð yfir öllu
félagslífi hér vegna stríðsins. — Ung-
mennin kölluð unnvörpum i herinn og
varð því karlakórinn að hætta starfi.
Samt lukkaðist þeim að hafa söngsam-
komu á Sumardaginn fyrsta, með að-
stoð kvenfólksins, og tókst vel. — Þann
dag hafði Báran ætlað sér að fá íslensku
hreyfimyndirnar hingað en lukkaðist
ekki, og var því kórnum gefin eftir dag-
urinn. — Karlakórinn er nokkurskonar
afsprengi Bárunnar, þó leynt fari.
Myndasýningin fór hér fram 27. nóv.
eins og áður hefir verið getið í ísl. blöð-
unum af dr. Richard Beek, og hefi eg
engu þar við að bæta, því nógu mikið
var sagt þar, myndasýningunni til á-
gætis.
Við erum samt þakklátir dr. Beck fyrir
hans aðstoð og umhyggjusemi, og
einnig Mr. Jóni Thórarinssyni frá Garð-
ar, sem stjórnaði film-vélinni.
Hreinn ágóði af þessari samkomu
varð $40.25, sem gengur í Rauða Kross
sjóðinn samkvæmt ákvörðun deildar-
innar.
Deildin hafði aðeins einn almennan
fund á árinu, sem var svo illa sóttur að
framkv.nefndin áleit að þýðingarlaust
væri að kalla menn saman á fleiri
fundi, og réði því sínum ráðum. Ann-
ríki bænda, vegna mannfæðar, mun
hafa verið aðal orsökin til þess að litlu
var hægt að sinna utan heimilisanna.
Skýrslur gjaldkera fyrir árið 1942
Inntektir:
1 sjóði við ársbyrjun ..........$ 44.88
Allar inntektir á árinu ........ 203.75
Samtals....................$248.63
Útgjöld:
Öll útgjöld borguð .........$156.86
Óborguð útgjöld til Red Cross.. 40.25
í sjóði við árslok .......... 51.52
Jafnaðarreikningur ........$248.63
Skýrsla fjármálaritara sýndi: að við
ársbyrjun 1942 voru 83 fullgildir með-
limir innritaðir í deildina og þar að
auk nokkrir aðstoðarmeðlimir (Social
members); að þrír hefðu dáið á árinu,
en 10 bæst við; að allir peningar hefðu
verið afhentir gjaldkera, sem inn hefðu
komið á árinu. Yfirskoðunarmenn höfðu
farið yfir framan skráðar skýrslur áður
ársfundur var haldinn og ákveðið alt i
besta lagi.
Skýrsla bókanefndar sýndi í sjóði við
ársbyrjun 1942 ...............$ 6.00
Tillag frá deildinni ......... 24.90
Gengismunur á gjaldeyri nefnd-
inni í hag ...................
Samanlagðar inntektir ......$32.S5
Útgjöld fyrir bækur og band,
Banka- og póstávísun ......$32.10
í sjóði við árslok ........... ^
Jafnaðarreikningur ........ $32.Sá
Þeir meðlimir deildarinnar sem féllu
í valinn á umliðnu ári voru: Thorgiis
Halldórson, Mountain; Mrs. J. K. Einar-
son, Cavalier og Mrs. Kristjana Sigur '
son, Mountain. — Var þeirra minst a