Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 159
ÞINGTÍÐINDI
135
s'ðasta ársfundi með þakklæti fyrir
góðan stuðning, allra þjóðræknismála,
Weðan þeim varð þess auðið.
Að svo mæltu óskar deildin Báran,
í’jóðreeknisfélaginu til hamingju og
heppilegrar úrlausnar allra þingmála.
Fyrir hönd deildarinnar.
Virðingarfylst,
W. G. Hillman, forseti
Thorl. Thorfinnson, ritari
Ársskýrsla deildarinnar "Iðunn"
aö Leslie, Sask.
Starsfundir deildarinnar hafa verið fá-
lr þetta ár, en þó hafa hin venjulegu
störf verið rækt með svipuðum hætti og
undanfarið. Keyptar nýjar bækur og út-
lán bóka verið svipað og að undanförnu.
Þá stóð deildin fyrir sýningu íslands-
Uiyndarinnar. Var hún sýnd fyrir fullu
húsi og tókst ljómandi vel. Veitti hún
áhorfendum óblandna ánægju, því þar
sáu margir sínar horfnu og fornu slóðir.
Deildin vottar þakklæti sitt, þeim, sem
hlut áttu að máli, að myndin kom hér
vestur um haf.
Á þessu s. 1. ári, átti deildin á bak r
síá þremur félagssystkinum: Gabríel
Gabríelsson frá Kristnes, tilheyrði deild-
lnni frá stofnun og studdi öll hennar
málefni; Jón Guðmundsson frá Elfros,
Var bókavörður fyrir útibúi bókasafns
óeildarinnar í Elfros; Mrs. Anna Þor-
steinsson frá Leslie (kona Þorst. Þor-
steinssonar). Á þeirra heimili voru marg-
lr óeildarfundir haldnir og hún ætíð
°ðin og búin til stuðnings við deildina.
eildin minnist þessara góðu samherja
með þakklæti fyrir starf þeirra í þjóð-
raaknismálum og vottar ættingjum
Þeirra innilega samúð o'g hluttekningu.
{.^arnkvæmt skýrslui féhirðis stendur
larhagur deildarinnar þannig: í sjóði
ra fyrra ári $23.93. Inntektir á árinu
? 9.17- títgjöld $38.75. I sjóði hjá fé-
lmi um áramót $24.35.
eð bestu kveðju til þingsins.
Leslie, Sask., 18. febr. 1943.
R. Árnason, ritari
Ársskýrsla deildarinnar "ísafold" (1942)
Ársfundur deildarinnar var haldinn
28. janúar 1942. ! starfsnefnd fyrir árið
voru þessir embættismenn kosnir:
Forseti............Mrs. E. Árnason
Vara-forseti....Mr. G. Sigmundson
Ritari..-.Mrs. Kristín S. Benedictson
(endurk.)
Vara-ritari.....Mrs. Anna Árnason
Fjármálaritari.....Mr. M. Elíasson
V.-fjármálar....Mr. Jón Sigvaldason
Skjalavörður....Mr. Árni Brandson
Erindsrekar kosnir til að mæta á
þjóðræknisþingi voru þeir Mr. Jón Sig-
valdason og Árni Brandson.
Á þessum fundi gengu seytján ungl-
ingar í deildina, flest af Laugardags-
skólanum, og borgaði velunnari deild-
arinnar gjöld þeirra.
Alls hafa verið haldnir fjórir starfs-
nefndar fundir á árinu. Á fundi sem
haldin var 19. mars, var ákveðið að
reyna að fá íslensku filmuna hingað
ofan eftir og sýna hana á skólaloka
samkomunni. Fyrsta okt. (1942) bað
forseti deildarinnar um lausn frá em-
bætti sökum vanheilsu. Vár það tekið
gilt og honum þakkað vel unnið starf í
undanfarjn ár. Stýrði vara-forseti G.
Sigmundson, fundum til ársloka.
Laugardagsskólinn byrjaði 11. okt.
1941 og var haldið uppi þangað til í lok
maí mánaðar. Aðsókn að skólanum var
furðu góð, en aðstaðan er erfið vegna
kenslubókaleysis. Er mjög nauðsyn-
legt að ráðin sé bót á því sem allra
fyrst. Annars er ekki hægt að búast
við að kenslan geti orðið að tilætluð-
um notum. í skólalok var höfð sam-
koma, sem börnin tóku þátt í, og var
íslenska filman einnig sýnd. Var að-
sókn framúrskarandi góð. Kennarar
skólans s. 1. tímabil voru: Mr. S. Thor-
valdson, Mr. E. Árnason, Mrs. Pálsson,
Mrs. Benedictson, Mr. M. Elíasson, Miss
Florence Rockett. Tvö þau síðast nefndu
önnuðust söngkenslu.
Um þessi áramót á deildin $32.12 í
sjóði. Meðlimatala er fimtíu og sex.
Kristín S. Benedictson, ritari