Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 160
136
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Skýrsla deildarinnar "Skjaldborg"
í Mikley
Deild þessi á ekki langa sögu, hún
var stofnuð i sumar sem leið þann 28.
ágúst, að tilhlutan stjórnarnefndar Þjóð-
rœknisfélagsins. Stofnendur voru 40 i
alt. Forstöðunefnd deildarinnar hefir
haldið 3 fundi og eina samkomu sem
gaf af sér $20.00 arð, sem látinn var
ganga í hjálparsjóðinn til handa rúss-
nesku þjóðinni.
Deildinni' og íramkvæmdarnefnd
hennar er það Ijóst að verndun íslensk-
unnar sé megin viðfangsefni Þjóðrækn-
isfélagsins og með það fyrir augum leit-
ast hún við að kenna börnunum is-
lerisku í sambandi við sunnudagsskól-
ann. Þetta hefir orðið torveldara vegna
skorts á viðeigandi kenslubókum, en
vonandi rætist úr því áður en langt um
líður. Við vonum að starfsemi deildar-
innar leiði til mikillar blessunar i fram-
tíðinni.
Fyrir hönd Skjaldborgar.
—21. febr. 1943.
Virðingarfylst,
Mrs. H. W. S.
Ársskýrsla deildarinnar "ísland"
Brown, Manitoba
Árið sem leið hefir ekki verið við-
burðaríkt í okkar deild. Iíöfum haft 5
fundi, sem voru vel sóttir, og eftir á-
stæðum skemtilegir.
Meðlimatala í aðalfélaginu lík og
verið hefir, tuttugu og tveir (22). Þrír
meðlimir • hafa flutt burt úr bygðinni,
en einn nýr bæst í hópinn.
Nokkrir af okkar ungu mönnum eru
i hernum, og fleiri á förum. Þetta gerir
erfitt að halda félagsskap vel lifandi,
og svo eru svo margar kvaðir í sam-
bandi við þessa voðalegu styrjöld.
Sunnudagaskóli vor hefir farið fram
eingöngu á íslensku eins og að undan-
förnu. Elíki hefir um aðra íslenska
kenslu verið að ræða, nema þá í heima-
húsum.
Með bestu óskum til þingsins í ár.
Virðingarfylst,
Þorsteinn J. Gíslason
Ársskýrsla deildarinnar "Esjan"
Árborg, Manitoba
Þjóðræknisdeildin “Esjan” í Árborg
hefir starfað með likum hætti og að
undanförnu, fundir hafa verið fáir. Kom
þ,að aðallega til af óhagstæðri veðráttu
og erfiðum vegum þann tíma ársins er
fólk út um landsbygðina hefði helst
getað sótt fundi annríkis vegna. Einnig
er unnið hér mikið í ýmsum félagsskap
viðkomandi þessu yfirstandandi stríði.
Inntektir á árinu $170.00. I sjóði um
áramót $38.85.
Bókasafn deildarinnar hefir verið
starfrækt eins og að undanförnu og út-
lán bóka talsvert. Hefir meðlimafjöldi
aukist að mun og má þakka það sam-
einingu lestrarfélagsins við deildina.
Skuldlausir meðlimir deildarinnar nú 66
að tölu.
Eitt aðal starf deildarinnar á árinu
var starfræksla Laugardagsskólans. Að-
sókn lík og að undanförnu. Kennarar
skólans voru fjórir. Mrs. Marja Björn-
son, Miss Hildur Árnason, Mrs. Herdís
Eiríksson og Mrs. Lóa Ólafson. Miss
María Bjarnason, fimti kennarinn, sa
algerlega um söngkensluna. Skólaárið
lauk með samkomu er haldin var í mai-
Var þar sýndur stuttur leikur, einnig
skemtu börnin með framsögn, lestri og
söng, tókst þessi samkoma framúrskar-
andi vel og voru þeir er viðstaddir voru
vel ánægðir með framför barnanna.
Tveir meðlimir hafa dáið á árinu-
Gestur Oddleifsson í Haga og Guðm-
Magnússon frá Framnesi.
Embættismenn deildarinnar kosnir a
ársfundi 4. þ. m. voru: Forseti: Mrs-
Marja Björnson, V.-forseti V. Jóhannes-
son; Ritari, Herdís Eiríksson; V.-Rharu
Guðm Einarsson; Fjármálaritari: Dr-
Sv. Björnson; Féhirðir, Elías Elíasson.
Herdís Eiríksson, ritari
Deildin "Snœfell"
Herra forseti, heiðraða þing,
Það er síður, og máske heimtað, ai
erindreki beri fram starfskýrslu deildar
sinnar þegar hann eða hún kemur a
þing. Að mínu áliti eru kvenmenn alveg
eins góðir erindrekar sem menn.
Nú er eg kominn skýrslulaus, það er