Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 162
138
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Húsaleiga fyrir bókasafnið . 60.00
Keyptar bækur fyrir......... 75.10
Bókband .........:.......... 14.10
Kostnaður við Frónsmótið .. 232.88
Þjóðræknisfélagið .......... 90.00
Eldsábyrgð á bókasafninu .... 8.00
Canadian Red Cross ........ 100.00
Kvittanabækur fyrir fjárm.r. 5.94
Innheimtulaun meðlimagjalda 18.00
Frímerki og bankaávísanir.......75
Mismunur......................27
$697.04
16. des. 1942: Peningar í sjóði
á banka ........................$.27
J. Ásgeirsson
Yfirskoðað og rétt fundið, 16. des. 1942.
G. L. Jóhannson J. T. Beck
Skýrsla Fjármálaritara deildarinnar
"Frón"
ínnheimt meðlimagjöld upp til
16. des. 1942 ................$173.00
Seld Timarit 23. árg., 7 að tölu.... 7.00
Samtals.....................$180.00
Bækur lesnar af meðlimum "Fróns”
á árinu, 4.500 að tölu.
Allar þessar skýrslur voru samþyktar.
Ritari las upp bréf, er honum hafði
borist frá Magnúsi Snowfield í Seattle;
vildi hann gera alla íslendinga í Vest-
urheimi að meðlimum félagsins með
fullu málfrelsi, en þá eina atkvæðis-
bæra, sem greiddu dollars ársgjald. J. J.
Bíldfell lagði til og Mrs. Salome Back-
mann studdi, að ritari skrifi honum
vingjarnlegt bréf fyrir hönd félagsins og
skýri fyrir honum ómöguleika þessarar
tillögu; var það samþykt.
Á. P. Jóhannson skýrði frá því að
Leifsmyndin væri geymd í góðum og
öruggum stað. Hefði listaverkanefnd
Washington þingsins þegið myndina
fyrir milligöngu Senator Nye, Senator
Langdons og Guðmundar Grímssonar
dómara. Hefðu verið veittir $10,000.00
til þess að koma henni fyrir til fram-
búðar.
Séra V. J. Eylands lagði til og Mr.
Hillman studdi að komandi stjórnar-
nefnd sé falið að annast þetta mál ef
þar sé einhverju ólokið. Samþykt.
Á. P. Jóhannson vakti máls á þvi að
Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni skáldi
hefðu að undanförnu verið veittir $25
árlega úr rithöfundasjóði en hann hafði
frétt að dregið hefði verið af ellistyrk
hans í sambandi við það; vildi hann
láta grenslast eftir hvort nokkur fótur
væri fyrir þeirri frétt. Sveinn Thorvald-
son lagði til og Guðmann Levy studdi
að framkvæmdarnefndinni sé falið þetta
mál; var það samþykt.
Þegar hér var komið tilkynti J. J-
Bíldfell að kaffi væri til sölu í neðri sal
hússins; gaf þá forseti fundarhlé í 15
mínútur eftir einhljóða ósk þingsins og
fóru flestir niður í kaffisalinn; var
fundur settur aftur eftir 30 mínútur.
Sveinn Thorvaldson lagði til og Guð-
mann Levy studdi að forseti skipi fimm
menn í Útbreiðslunefnd, var það sam-
þykt og þessir skipaðir í nefndina:
Sveinn Thorvaldson
Marja Björnson
J. J. Bíldfell
G. W. Hillman
Thórh. Bardal
Guðmann Levy lagði til og Mrs. Sig-
urgeirson studdi að forseti skipi ÞrJa
menn í Fjármálanefnd; tillagan sam-
þykt og þessir skipaðir í nefndina:
Á. P. Jóhannson
Ólafur Pétursson
Elías Eliasson
Á. P. Jóhannson lagði til og Mrs. E. P-
Jónsson studdi að forseti skipi fimm
menn í Frœðslumálanefnd; samþykt og
þessir skipaðir í nefndina:
Mrs. E. P. Jónsson
Thor Marvin
Mrs. H. W. Sigurgeirson
Björn Anderson
Mrs. J. G. Eiríkson
Á. P. Jóhannson lagði til og J. J. Hún-
fjörð studdi að forseti skipi fimm menn
í Samvinnumálanefnd; samþykt og
þessir skipaðir: