Unga Ísland - 01.12.1948, Blaðsíða 13
11
C. Andersens. Ég skoða hana stutta stund en geng svo inn'
í mikla forstofu. Þar er hátt til lofts. Á miðju gólfi stendur
minnismerki um skáldið. Það situr þar á stalli, höggið í
hvítan marmara, en við hlið þess krjúpa börn og hlusta á
hann lesa- Þetta er hvort tveggja í senn tilkomumikil og
hugðnæm mynd, mjög táknræn og fögur. Tvö olíumál-
verk þekja tvo veggi hinnar miklu forstofu. Höfundur
þeirra er Fritz Syberg. Efni beggja þessara miklu mál-
verka er sótt í eitt fegursta ævintýri skáldsins, „Sagan um
móðurina“. Á annarri myndinni þrýstir hún þymunum að
brjósti sínu, en á hinni gengur dauðinn brott með bamið,
en hún krýpur ein. — Eftir að hafa staðnæmzt þama góða
stund og skoðað þessi tvö frábæm listaverk, geng ég inn í
hliðarherbergin.
Það eru engin tök á því að lýsa öllu, sem fyrir augun bar
í þessu fræga safni. Við göngum um herbergin hvert af
öðru — og lesum úr munum, bréfum og myndum sögu H.
C. Andersens, allt frá því er hann kveður móður sína, korn-
ungur, í Odense til að fara til kóngsins Kaupmannahafn-
ar, þar sem hann var handviss um að biði sín mikil frægð,
jafnvel þó að „ég verði að ganga í gegnum hræðilegar
hörmungar fyrst“, eins og sagt er að hann hafi komizt að
orði — og. þar til hann dáður og tignaður tekur á móti
blysför Odensebúa, eftir að hann var orðinn heimsfræg-
ur og kjörinn heiðursborgari þar, sem hann var borinn og
bamfæddur.
H. C. Andersen fæddist í Odense 2. apríl 1805. Faðir
hans var fátækur skósmiður og þótti honum undurvænt
um drenginn. Hann var önnum kafinn alla virka daga, en
kvöldum og sunnudögum eyddi hann í það að lesa fyrir
son sinn úr Þúsund og einni nótt, segja honum sögur tog
ævintýri og skýra fyrir honum leikrit Holbergs. Móðir hans
var gæflynd kona ög vann hún að þvotti fyrir nágranna
sína. Drengurinn lifði sig mjög snemma inn í sögur þær,
•X