Unga Ísland - 01.12.1948, Blaðsíða 34
32
aðeins einu sinni á dag, kl. 9 að morgni. Og nú var dag-
urinn að hverfa — við mændum á það síðasta, sem sást
af honum, ljósan bjarma á himninum í vestri, annars
var komið myrkur.
Varla nokkur hræða sást á ferli, engin hreyfing nema á
kafaldinu. Við vissum ékki hvert halda skyldi í snjónum,
rökkrinu og ókunnugleikanum. En á meðan við vorum að
ráðgast um það, kom maður út úr kafaldinu með upp-
brettan frakkakraga og aðra öxlina upp í vindáttina. Harm
bauðst til að vísa okkur á gistihúsið „Svarta örninn“, og
við þrömmuðum af stað á eftir honum með pjönkur okk-
ar.
í veitingasalnum, með trébekkjum og borðum og stór-
um grængljáandi ofni, var hlýtt og vistlegt. Nokkrir bænd-
úr sátu með bjórkollur fyrir framan sig og ræddu um
veðrið og náungann, eins og gengur og gerist. Við hrist-
um af okkur snjóinn, pöntuðum mat og drykk, fengum
loforð um herbergi og vorum ánægð með tilveruna, þrátt
fyrir táfir og illt útlit fyrir áframhaldandi ferð.
„Þið ætlið til Kartitsch", sagði þunglamalegur Tirolar-
bóndi, sem settist við borðið hjá okkur og tottaði í ákafa
gamla postulínspípu. „Þangað komizt þið ekki næstu daga.
Snjórinn er þegar meterhár, og það heldur áfram að snjóa".
Hann hristi höfuðið. „Þið komizt ekki h'éðan næstu daga.
O—nei. O—nei“, og Tirolarmállýzkan hans hljómaði gam-
alkunn og viðkunnanleg í stóru, hlýju gestastofunni.
„Já, en getum við ekki komizt á einhvern annan hátt,
þó áætlunarbíllinn fari ekki: á sleða — eða jafnvel fót-
gangandi?“
„Ef heldur áfram að snjóa, komizt þið ekki langt fót-
gangandi — og þá fer varla heldur nokkur sleði“, sagði
sá gamli.
Við litum hvort á annað. Það dofnaði talsvert yfir okk-
ur.