Unga Ísland - 01.12.1948, Side 37
35
legar — og sáum þar „Krippe“ eins og kallað er. „Krippe“
þýðir eiginlega jata, en er notað þarna í nokkuð sérstakri
merkingu. í „Krippe“, sem er stundum höfð undir gler-
hjálmi, er sýnt Jesúbarnið í jötunni, María og Jósef, vitr-
ingarnir frá Austurlöndum, hjarðmennirnir með lömb, allt
haglega útskorið, og allt sem líkast því, sem fólk hugsar
sér jólanótt biblíunnar. Sumar „Kripper" eru sérlega stór-
ar og fallegar, og kemur fólkið langt að til að sjá þær.
Skammt frá Hollbruck komum við inn í þéttan barr-
skóg. Ég stóð lengi á lítilli brú, sem lá yfir smálæk, sem
heyrðist seytla í undir snjónum, og horfði á skóginn í
kring, há, beinvaxin greni- og furutré sem breiddu út grein-
amar, þungar af snjó. Það var eins og í ævintýri.
Degi var tekið að halla og við orðin þreytt, er við sá-
um loks til Kartitsch. Og þarna uppi í brekkunni, var
húsið, sem við þekktum svo vel að sumri til, neðri hæðin
úr gráum, óhöggnum steinum, efri hæðin úr brúnu timbri
með löngum svölum eftir öllum gaflinum, Tirolarbónda-
býli, eins og þau eru á öllum myndum frá þessum slóðum.
Okkur var fagnað hið bezta, er við komum. Bóndakon-
an hitaði handa okkur kaffi, bóndinn spurði okkur um
ferðalagið, Úrsúla, dóttirin, lagði á borðið í hlýju eldhús-
inu, en Jósef, sonurinn, var ekki heima, hann var í búð-
inni, sem hann átti í þorpinu.
Okkur leið vel, og við vorum ánægð. Við vorum komin á
leiðarenda rétt áður en jólin byrjuðu. Við vorum þægilega
þreytt, og kaffið hitaði okkur og hressti. Við teygðum úr
löppunum í skíðafötunum og létum okkur líða vel. Svo
komum við okkur fyrir í herberginu okkar, sem hafði
verið hitað eins og hægt var.
Úti fyrir dimmdi óðum. — Um 6-leytið sátum yið við
kertaljós og röbbuðum saman er hurðinni inn í herbergið
okkar var allt í einu hrundið upp og Jósef kom inn með
reykelsisker í hendinni. Hann þuldi bænir og sveiflaði
3*