Unga Ísland - 01.12.1948, Page 39
37
arnar. Frá kirkjutuminum lék lítil lúðrasveit „Heims um
ból“. Það var helgiblær úti í nóttinni undir stjörnuhvelf-
ingunni, þar sem „Heims um ból“ hljómaði frá kirkju-
tumi út í kyrrláta nótt, þar sem ekkert heyrðist nema
marrið í snjónum undir fótum okkar og hljómar þessa
jólalags, sem leikið er alls staðar þar sem jól eru haldin.
Þegar heim var komið, var skammtaður heitur og góður
matur. Kjötsúpan, með stórum kjötbitum, bragðaðist
vel eftir kuldann í kirkjunni. Við sátum öll umhverfis
borð í stóru og vistlegu eldhúsinu, og gæddum okkur á
heitum og góðum matnum. Klammer gamli, bóndinn, gaut
við og við öðru hvoru auganu til okkar — hann var rang-
eygður — og hló svo að skein í tannlausan góminn. Að
máltíðinni lokinni settumst við inn í stofuna, þar sem lít-
ið jólatré stóð á miðju borði, hlaðið skrauti og sælgæti,
sem við höfðum komið með úr borginni. Við sátum á
bekknum umhverfis ofninn og 'hölluðum bökunum að heit-
um veggjum hans — hann yar heljarferlíki úr steinsteypu,
málaður ýmsum litum. Kertin loguðu á jólatrénu og bónd-
inn varð heimspekilegur: „Það er undarlegt“, sagði hann,
„að þessar pínulitlu stjörnur, sem við sjáum þarna út um
gluggann séu hnettir miklu stærri en jörðin“. — Svo sagði
hann mér sögu af því, er hann hefði einu sinni misst kögg-
ul framan af vísifingri. „Ég setti hann á aftur, batt fast
um fingurinn — og köggullinn greri við“. Hann sýndi mér
fingurinn, sem var mjór og skrítinn að framan- Ég hristi
höfuðið, sagði „Það er stórmerkilegt!“ og trúði honum —.
Það var liðið langt fram á nótt, þegar slökkt var á öll-
um kertum og ljósum og boðnar góðar nætur.