Unga Ísland - 01.12.1948, Page 40
Ingólfur Kristjánsson:
Stóri karlinn og barnið
Loksins... Já, loksins hefur barninu tekizt að svæfa
stóra karlinn! Það gekk 1 sjálfu sér ekki þrautalaust að
lokka karlinn til að blunda, en þó hafðist það af um síðir.
Það er eins og stóri karlinn sé stöðugt á glóðum yfir þvi,
að barnið geri eitthvað af sér, og bezt líkar honum lífið,
þegar það sefur og lætur ekkert á sér bæra, enda keyrir
hann það tíðast niður með harðri hendi, þótt því langi til
að vaka.
En er ekki þetta lífsins gangur, að þeir fullorðnu setji
sig húsbændur yfir börnin, og telji sín ráð bezt? Bömin
verða að sofa, þegar þeim fullorðnu hentar, þótt þau finni
sig mæta vel geta vakað alveg eins og þeir. Og þeir full-
orðnu þykjast geta um athafnir barnanna dæmt, eins og
óskeikulir dómarar, enda þótt bömunum sjálfum finnist
þau bera fullt eins gott skyn á sínar eigin gerðir, og finnist
hugmyndir hinna stóru um þær fjarska þunglamálegar og
skrítnar.
En nú er bezt að frásögnin haldi áfram um stóra karlinn
og bamið.
Sumum getur ef til vill þótt sambúð þeirra og saga dá-
lítið kynlegt fyrirbæri, því bamið er nefnilega eldra en
stórí karlinn.
En það er svo margt, sem er örðugt að skilja í fyrstu,
— það getur þurft dálítillar skýringar við, en þegar hún