Unga Ísland - 01.12.1948, Síða 43
41
barninu eins og hver önnur kvikmynd. Það þurfti sannar-
lega ekki mikið ímyndunarafl til þess að gera sér grein
fyrir myndunum, sem sífellt kvikuðu í skýjunum. Nýir og
nýir karlar komu í ljós. Sumir voru bognir og stauluðust
við staf, aðrir báru poka á bakinu, og enn aðrir voru tígu-
legir og spengilegir eins og riddaraliðsforingjar. Þá böx-
uðust þar áfram gamlar konur með ullarhyrnur á herðun-
um, og ungar stúlkur stigu dans. Fjöldi hesta þusti um
loftið í löngum lestum, og heil hús og fjöll svifu um geym-
inn, og stundum ultu ægilegir bergrisar niður hlíðar fjall-
anna, en leystust síðan upp og urðu ekki að neinu, eða þá
að þeir breyttust 1 eitthvað allt annað en þeir voru, urðu
kannske að fallegum litlum börnum, eða bara að hversdags-
legum hlutum.
Allt þetta og miklu fleira sá barnið í skýjunum.
En hér fór eins og með álfahöllina fögru; karlinn eyði-
lagði þessar myndir fyrir barninu. Hann sagðí það slúður
-og bull, að nokkrar myndir væru í skýjunum; það mætti
kannske í mesta lagi sjá í skýjaklökkunum forboða útsynn-
ingsrudda og éljaveðurs, — annað ekki.
Og svona fer stóri karlinn stöðugt með hugmyndir barns-
ins. Það er ekki nema þegar baminu tekst að lempa hann
í svefn, eins og í kvöld, að það getur notið sín, en þá er það
líka vant að láta hendur standa fram úr ermum meðan
hann blundar.
Eitt af því, sem barnið er ákaflega hneigt fyrir, er að
skrifa og helzt vill það mega gefa sig hugmyndafluginu al-
gerlega á vald. En það verður að fara í felur við stóra karl-
inn, svo að hann eyðileggi ekki allt fyrir þyí. Hann þykist
svo sem líka geta skrifað — og raunar er það atvinna hans
að skrifa. >—
Venjulega hnýsist stóri karlinn í það, sem bamið hefur
skrifað, og honum finnst lítið til þess koma, og ekki tekur