Unga Ísland - 01.12.1948, Síða 44
42
hann það í mál, að það birtist nokkurs staðar, þótt hann
geti sjaldan setið á sér að birta svo að segja allt, sem hann
skrifar sjálfur. Hann fussar með lítilsvirðingu yfir ritsmíð-
um barnsins; klappar kannske góðlátlega á koll þess, þegar
bezt liggur á honum, og segir í föðurlegum umvöndunar-
tón, að það skuli ekki bera við að vera að þessu pári, því
að allt sem það skrifi sé svo ógn barnalegt (sami hrokinn
kannske)! Síðan er hann vanur að krota yfir allt fyrir barn-
inu eða hann rífur blöðin sundur og fleygir þeim í bréfa-
körfuna. Og svo er hann ófyrirleitinn, að hann tekur jafnvel
ritföngin af barninu — og sezt sjálfur við, en neyðir það
til að sofna.
Fyrir allt þetta ofríki 'hefur barninu oft langað til þess
að ná sér niðri á stóra karlinum. Og nýlega datt því í hug,
að það gerði það bezt með því, að skrifa um karlinn og
lýsa sambúð sinni við hann og birta það síðan á prenti ...
Já, hann átti það sannarlega skilið, að það væri gert lýð-
um ljóst, hvers konar harðstjóri og kúgari hann var!
Og bamið á til dálitla þrákelkni og á bágt með að láta
af því, sem það hefur tekið í sig. Þess vegna hefur það
beðið færis til þess að framkvæma hugmynd sína. Og í
kvöld gafst tækifærið — loksins.
Þegar stóri karlinn var sofnaður og farinn að hrjóta, tók
barnið sér penna í hönd og hripaði þessa frásögn, sem að
framan er skráð.
Það veit af reynslunni, að ef stóri karlinn sér ritsmíð-
ina, þá eyðileggur hann hana óðara og verður æva reiður.
Þess yegna er eina ráðið að ljúka greininni og póstleggja
hana áður en karlinn vaknar.
Og nú er þessu lokið.
Þetta er sagan um stóra karlinn og bamið í sjálfum mér,
en slíkur karl og slíkt bam búa með flestum mönnum, sem
komnir eru til fullorðins áranna eða yfir það takmark æsk-