Unga Ísland - 01.12.1948, Side 50
48
hæfileikar eru að vísu aðeins einn liður í skaphöfn íslenzkr-
ar æsku. Hún er enn að verulegu leyti óræktað land. Við
þetta tækifæri vil ég láta í ljós þá sannfæringu mína, að
íslenzkur æskulýður gæti þróað með sér allt aðra og meiri
möguleika en þá, er skóli og uppeldi nú neyða upp á hann,
m. ö. o.: íslenzk æska gæti með tilliti til gáfnafars og hæfi
leika verið annað og meira en það, sem hún nú er sem af-
sprengi þess skólakerfis, sem að mínu áliti er allsendis
óíslenzkt. Hinir miklu framtíðarmöguleikar hennar eru því
háðir, að þetta verði viðurkennt. Hin óþroskaði náttúru-
fræðilegi skilningur og hinir ónotuðu listrænu hæfileikar
eru aðeins tvö dæmi um þetta.
Annað einkenni íslenzks æskulýðs í viðhorfi hans til
myndlistar ér skortur hans á listrænum erfðum, og þar af
leiðandi er hann algerlega varnarlaus gagnvart öllum fram-
andi áhrifum. Séð frá jákvæðum sjónarhóli hefur þetta
þó þann kost, að íslenzka æskan gengur röskleg og án for-
dóma að verki o.g óbundin af öllum „ismum“.
Er hætt við offjölgnn myndlistarmanna?
Hvað á Ísland að gera við allt það unga fólk, sem árlega
leggur út á listabrautina?
Þessari spurningu mætti að vissu leyti svara með ann-
arri spurningu: Er ekki offjölgun meira eða minna lærðs
skrifstofufólks ennþá miklu meira áhyggjuefni? Hvað á
að gera við alla þá, sem sérhæfa sig í vélritun, bókhaldi,
viðskipta- og lögfræði, hagfræði, félagsfræði o. s. frv-?
Nei, í alvöru talað, þá er enn sem komið er engin hætta
á offjölgun listamanna. Vér munum komast að raun um
það, þegar vér virðum fyrir okkur hin mörgu verkefni,
sem bíða myndlistarinnar. Enn sem komið er hefur þó þess-
um verkefnum ekki verið gaumur gefinn, hvað þá heldur
reynt að koma þeim í framkvæmd. Á rneðan hlutverki list-