Unga Ísland - 01.12.1948, Page 52
50
Af slíkum verkefnum, sem gefa vinnu og brauð í aðra
hönd, skulu hér aðeins fáein nefnd: mynda- og teppavefn-
aður, myndskurður, leirkera- og leirmunagerð, leiktjalda-
list, tauprentun og mynztrun dúka, húsgagnasmíði, list-
rænn glerblástur, emaljering, gull- og silfursmíði, mynd-
prentun, prentlist, myndskreyting barnabóka, útskurður í
horn, hvalbein og annað bein, drifsmíð og myntlist, list-
bókband, tízkuteiknun o. fl. o. fl-
Inn á öll þessi verksvið verða að koma fyrsta flokks
starfskraftar. Á meðan svo er ekki, skipar útlent, ódýrt og
einskisvert rusl öndvegi. Enn er það t. d. ekki unnt að
skapa og byggja upp heimili úr traustum og góðum íslenzk-
um munum: góðum, fögrum, vönduðum húsgögnum, vefn-
aði, fallegum veggteppum, fögrum ljósakrónum og lömp-
um, í stuttu máli úr ósviknum, haldgóðum húsmunum.
Gandreið (Vigdís Kristjánsdóttir)