Unga Ísland - 01.12.1948, Page 58
56
ar fái sitt sérstaka verkstæði, sem iðnmeistari eða lista-
maður veiti forstöðu.
Hér er um að ræða að leysa af hendi geysimikið uppbygg-
ingarstarf, starf, sem því aðeins er hægt að leiða til lykta,
að öll þjóðin og fyrst og frerpst æskan leggi þar hönd á
plóginn. Nú þegar hefur ríkið tekizt á hendur fjárhagsleg-
an stuðning við kennaradeild skólans. Eftir því sem ríkis-
valdinu verður það ljósar, hvað hér er í húfi, og að hverju
er stefnt má einnig vænta þess að það veiti nokkurn stuðn-
ing til annarrar starfsemi þessarar stofnunar.
Er það nauðsynlegt fyrir upprennandi íslenzka listamenn
að stunda nám erlendis?
Hægt væri að segja, að listnámi væri frekar en tækni-
eða læknisnámi unnt að ljúka í íslenzkum skóla. En löng-
um hefur það þótt heyra undir hverja ,,iðn“ að leita þekk-
ingar á víðari vettvangi en heima fyrir. „Hæfileikamir
þróast í einverunni, en skaphöfnin 1 straumiðu veraldar-
innar“, segir Goethe.
Stúdentinn eða hinn ungi listamaður ætti þó ekki að leita
til annarra landa fyrr en hann veit, hvað hann vill, ekki
fyrr en hann getur greint hið sanna frá hinu ósanna og
veit hvert hann á að leita, og er svo þroskaður, að hann
kann að velja sér meistara. Erlendis mun hann fyrst kom-
ast í náið samband við strauma evrópiskrar arfleifðar á
sviði listanna. Fyrst þar fá skilning á gildandi alheims-
mælikvarða; þar mun hann öðlast það víðsýni og þá dóm-
greind, sem nauðsynleg er til þess, að list hans verði ekki
einungis átthagalist. Hin unga íslenzka myndlist nær nú
þegar, þar sem hún er bezt, alheimsgildi. Stendur hún og
þar betur að vígi en systir hennar skáldskaparlistin, sem
er í viðjum hins torvelda, óaðgengilega tungumáls. Mynd-
listin talar það mál, sem er alþjóðlegast allra mála. Hún á