Unga Ísland - 01.12.1948, Blaðsíða 62
60
En í dag hreinsum við sjálf okkur, svo við getum gengið
hrein inn í hátíðina, ekki aðeins á líkamanum, heldur og á
sálinni. Þess vegna krjúpum við í skriftastólnum og játum
syndir okkar með iðrun og auðmýkt og fáum fyrirgefn-
ingu, svo samvizka okkar verður hrein og flekklaus.
Hjá mótmælendum hefst jólahátíðin klukkan sex að
kvöldi, en hjá okkur, kaþólskum mönnum, hefst hún um
miðnætti, því þá fæddist frelsarinn 1 heiminn. Þess vegna
förum við til messu um miðja jólanóttina. En til þess að
geta vakað svo lengi, leggjum við okkur eftir kvöldmat-
inn klukkan 7 til hálf 8 og förum síðan aftur á fætur
klukkan ellefu.
Við fáum táhrein, nýsterkjuð slör til hátíðarinnar og
göngum hæglátlega í röð niður í kapelluna rétt fyrir mið-
nætti. Kapellan er orðin full af fólki. Járngrindurnar, sem
skipta henni 1 tvennt, hafa verið opnaðar, og fólkið er kom-
ið alveg inn undir grátur. í kvöld eru allar kirkjur troð-
fullar, því allir vilja vera við fyrstu miðnæturmessuna,
því það er hámessa. Á jólanóttina hefur hver prestur leyfi
til þess að lesa þrjár messur, og þær tvær síðari eru þá
vanalega lágmessur, þ. e. a. s- þær eru lesnar en ekki
sungnar eða tónaðar.
Messan hefst. Kórinn syngur Kyrie eleison og við hlust-
um fagnandi, en hljóð. Síðan hefst Gloria. Bjöllurnar
hringja og söngurinn ómar undir hvelfingunni. Þarna ligg-
ur hann í jötunni, sem fæddist í nótt til þess að gefa 'okk-
ur eilífa lífið. Stjarnan ljómar yfir hellinum og hirðarnir
sitja úti á völlunum og hlusta á söng englanna, þann sama
og nú hljómar í hverri einustu kaþólskri kirkju um allan
heim: Dýrð sé Guði á hæðum og friður á jörðu með þeim
mönnum, sem hafa góðan vilja. Messan heldur áfram og
nær hámarki sínu. Nú er sungið Sanctus- Bjöllumar
hringja og allir krjúpa á kné. Nú skeður hið mikla undur,
að Hann kemur til okkar samkvæmt heiti sínu eins og