Unga Ísland - 01.12.1948, Síða 68
66
flestir þorpsbúa. Báturinn hans var orðinn lélegur, og ýms-
ir vöruðu Guðmund gamla við að róa á honum, en hann lét
allar slíkar fortölur sem vind um eyrun þjóta. „Báturinn
flýtur meðan forlögin hafa svo ákveðið", sagði hann.
Hann reri alltaf öðru hverju til fiskjar, þótt gamall væri
og veikburða. En veiðin var venjulega af mjög skornum
skammti og allt of lítil til þess að hann gæti framfleytt
lífinu á henni. Það vissi fólk og vildi gjarna hjálpa hon-
um, en það var engu líkara en að hann kinokaði sér við
að nota sér velvilja fólksins. Hann var þakklátur fyrir vel-
viljann og ákaflega hægur í framkomu. Hann var þakk-
látur fyrir þann vinarhug, sem honum var sýndur, og ef
til vill ekki síður þakklátur þegar hann var látinn 1 friði.
Þannig var Guðmundur gamli. Og hann hefði áreiðan-
lega gengið í gröf sína án þess að nokkur hefði veitt hon-
um frekari eftirtekt, ef atburður sá, er nú verður sagt frá,
hefði ekki gerzt. Það er ótrúlegt, en satt, að eftir það varð
hann einn af málsmetandi mönnum í þorpinu.
Það var í byrjun vetrar. Það hafði snjóað talsvert unl
daginn, og drengirnir í þorpinu voru auðvitað ekki seinir
á sér að nota tækifærið til þess að byggja snjóhús og heyja
orustur með snjókúlum. Þeir voru orðnir ærið óþolinmóð-
ir, þegar skólanum lauk upp úr hádeginu, og það er hætt
við, að sumir þeirra hafi ekki gefið greið svör við spum-
ingum kennarans. Þetta ljómandi veður var of gott til þess
að sitja á skólabekknum.
Fyrsti snjór er viðburður, sem mest af öllu minnir á ein-
hverja stórhátíð í augum drengjanna. Þeir hrópuðu og
sungu af kæti og tóku strax að hlaða stóreflis snjóhöll úti
yið veginn.
En einn af drengjunum var utan við þetta allt saman.
Hann var grannur og veikbyggður, og honum hætti oft til
að fara að gráta við minnsta tilefni. Það var eins og dreng-