Unga Ísland - 01.12.1948, Page 72
70
manninum, en vissi ekki hvað hann átti að segja til þess
að hugga hann.
„Hvað ætlarðu að verða, þegar þú ert orðinn stór?“
spurði Guðmundur gamli.
„Mig langar að eignast bát! Góðan bát!“
„Hvað ætlarðu að gera við hann?“
„Ég ætla að fiska svo vel, að pabbi þurfi ekki oftar að
fá styrk af sveitinni“, sagði Jónas rösklega. Litlu síðar
bætti hann við: „Það er litið niður á pabba, af því að hann
fær hjálp. Og þó er okkur kennt í skólanum, að það sé
guði þóknanlegt, að mennirnir hjálpi hver öðrum. Nei, ég
get víst ekki skilið það“.
Guðmundur gamli hló og bætti svo yið alvarlega:
„Það er svo margt, sem maður á erfitt að skilja, Jónas
litli“.
Jónas varð smátt og smátt kjarkbetri. Guðmundur gamli
var allra skynsamasti karl, þó að hann væri dálítið ein-
kennilegur. Hann horfði beint í augu gamla mannsins og
sagði:
„Það þarf víst mikið fjármagn til þess að útvega sér
almennilegan bát“.
„Það er rétt! En þegar þú stækkar geturðu sjálfsagt unn-
ið þér inn næga peninga til þess“.
Nú gekk gamli maðurinn út að veggnum og lauk upp
stórri eikarkistu. Hann taulaði eitthvað við sjálfan sig,
brosti út í annað munnvikið og lokaði kistunni aftur. Jón-
as horfði með eftirvæntingu á aðfarir gamla mannsins, og
það var ekki laust við, að hann yrði fyrir vonbrigðum þeg-
ar hann lokaði kistunni aftur. Hann hafði yerið að vona
að Guðmundur gamli ætlaði að sýna honum eitthvað
skemmtilegt.
Gamli maðurinn klappaði á öxlina á Jónasi og sagði:
„Nú er víst bezt fyrir þig að fara heim, syo að foreldrar
þínir fari ekki að undrast um þig. Segðu þeim frá mér, að