Unga Ísland - 01.12.1948, Side 77
75
leið dansandi, en þó hátíðlega um heíbergið. Hún vaggaði
sér með hendurnar á lendunum, hún gleymdi öllu um-
hverfis sig, lokaði augunum og dansaði sig burtu frá deg-
inum og augnablikinu. Því lengur sem hún dansaði, því
meiri ljómi breiddist yfir andlit hennar og þegar hún kom
fram hjá speglinum og sá þar sjálfa sig, lá við að hún
kannaðist ekki við sig með brúna kórónu haustsins á höfð-
inu.
„Húúúíj!“ heyrðist fyrir utan dyrnar. Súsanna hrökk við
og opnaði dyrnar. „Húúúíj!“ og Heinz kom inn með mikl-
um gauragangi og hristi úr rauð- og hvítlituðum kaffidúk
hrúgu af fölnuðum blöðum í öllum litum á gólfið, fór í
þrjá hringi um herbergið, þyrlaði upp þurru laufinu og
hentist svo álútur og með veifandi handleggjum út aftur.
Súsanna stóð dálitla stund kyrr og hreyfði sig ekki. Þeg-
ar fótatak bróður hennar dó aftur út í stiganum, kom hún
út úr skoti sínu og sagði: „Ég er haustið, og þið marglitu
blöð, eruð úr garðinum mínum. Ég ætla að binda ykkur
saman og flétta úr ykkur sveig!“ Hún leit niður, tók nokk-
ur eldrauð blöð og stakk þeim í kórónuna sína. Þvínæst
stóð hún upp, gekk hægt að speglinum, hneigði sig fyrir
sjálfri sér og hoppaði síðan með útbreiddan faðm í tveim
léttum sporum og einu löngu og þungu í kringum lauf-
blöðin. „Blaðasveig vil ég binda, bera mér á höfði. — Heill
þér haust!“ Þetta voru særingarorðin. Nú settist hún á
hækjur sér og tíndi, saman fallegustu blöðin. En hvað þau
voru mjúk og slétt og svöl! Svona fallegum gjöfum sóuðu
trén líklega bara bömunum til gleði. Það er ekkert varið í
að leika sér að grænum blöðum. Trén finna til, þegar þau
eru rifin af þeim. En þessi blöð voru sendiboðar árstíðar-
innar. Rauðum, gulum, rauðgulum, brúnum blöðum raðaði
Súsanna saman, þannig að litir, lögun og litbrigði fóru sem
bezt saman- Hún stakk höndunum hvað eftir annað í hrúg-