Unga Ísland - 01.12.1948, Side 78
76
una, sem fór síminrikandi, valdi úr, hélt blaðhringnum
rannsakandi dálítið frá sér og batt allt saman með ullar-
garni.
„Húúúíj!“ hvein í Hvirfilvindinum, „opnaður, opnaðu!"
Nýtt gyllt sólskin hrúgaðist aftur upp á gólfinu. Heinz
stakk höndunum í vasana og tók upp úr þeim brúnleit
leðurepli, dökkbláar plómur, gular keisaraperur, harðar
hnetur og annað og lét það falla niður í laufið. Hann tók
af sér hring af vínþrúgum, sem hann hafði haft um háls-
inn, og ætlaði svo að þjóta út aftur, en Súsanna hélt í hann:
„Það er meira í vösunum þínum. Ég sé það“.
Þrjár stórar perur varð Hvirfilvindurinn að láta af hendi
áður en hann fékk að fara aftur.
í þetta sinn hafði Hvirfilvindurinn blásið miklu af dökku
blóðbeykilaufi inn fyrir, og á meðal þessara dimmleitu
blaða raðaði Súsanna ljósum perunum. Þrúgumar lét hún
innan um rauð blöð, hjá birkiblöðunum setti hún brúnleit
epli, en rauðleit hjá villivínviðarblöðunum, og kastaníu-
blöðunum var raðað í kringum plómumar. Liprir fingur
Haustsins létu blöðin ekki hjá samsvarandi ávöxtum, en
það urðu þau að sætta sig yið. Það gerðu þau líka, og
Haustið kinkaði kolli brosandi.
Nú tók Haustið þunga blaðsveigana upp og lagði þá
umhverfis gluggarammana. En þegar hún gekk dálítið
aftur á bak til að virða fyrir sér verk sitt, var blessað
Haustið hreint ekki ánægt, hristi höfuðið og tók allt nið-
ur aftur.
Og þarna stóð Haustið innan um alla blaðsveigana sína,
efaðist um listfengi sína og var ekki ánægð með sjálfa
sig. Loks datt Súsönnu nokkuð í hug, hún sló á enni sér,
færði rúmið dálítið til og hengdi lauffesti frá fótagaflin-
um að glugganum. Hver sá, sem kom inn um dymar varð
• að ganga undir lauffestina.