Unga Ísland - 01.12.1948, Page 81
79
um, silkitætlur, tuskur, borðar, marglitar glerperlur, snúr-
ur og skúfar duttu niður í laufið.
María Haberl hló af því hvað Heinz varð áfjáður á svip-
inn, og svo sneri hún rammanum við. Fyrst í stað gátu
systkinin ekki gert sér í hugarlund, hvað þetta málaða
léreft ætti að sýna.
„Þið yerðið að fara lengra frá“, sagði María. Þegar þau
gerðu það og kipruðu augun dálítið saman, sáu þau, að
þetta var blár gluggi yfir rauðum múrvegg, að vísu dálít-
ið viðvaningslega málað á gróft léreftið.
María sýndi þeim, að hægt var að loka glugganum og
opna hann.
„Hvað ætlarðu að gera við þetta?“ spurði Heinz, sem
var hræddur um, að breyting yrði gerð á hinum venjulegu
léikreglum.
: „Komið þið með tvo stóla, sem hægt er að binda ramm-
ann við. Svo skulum við setja gluggann upp“.
„Já! Og hvað svo? Hvað ætlarðu að gera við glerstrend-
ingana?“
„Þeir eiga að hanga yfir glugganum eins og klakadröngl-
ar“.
„Klakadrönglar? Um haustið?“ sagði Heinz á báðum átt-
um, „það er hlægileg uppástunga“.
Súsanna kom vinkonu sinni til aðstoðar: „Nei, þegar það
er mjög kalt á haustin, geta vel komið klakadrönglar“.
•„Hvað eigum við þá að gera við eplin, perurnar, plóm-
umar og hneturnar?“
María vissi ráð við því. „Við setjum enn einn stól bak
við gluggann, og þá er eins og ávextimir liggi í glugga-
kistunni“.
„Þú vilt þá hafa allt saman í glugganum þínum?“ spurði
Heinz tortrygginn.
María lét sem hún heyrði ekki þessa óþægilegu spurn-
ingu: „Og vitið þið, hver á að horfa út um gluggann?“