Unga Ísland - 01.12.1948, Page 83
við kórónu Haustsins, svo að þær héngu einsogstórireyma-
lokkar niður með rjóðum vöngum Súsönnu.
„Ég ætla rétt að sækja fýsibelginn frá kolastraujáminu“,
kallaði Heinz, „svo að flöggin geti blaktað enn meir“.
María gekk að Súsönnu: „Nú verðurðu að setjast við
gluggann'*.
Súsanna settist bak við gluggann. Fyrir framan hana
var grátt léreftið, rykugur tréramminn og köngulóarvefir.
f>að var næstum ótrúlegt, að þessi veggur, séður hinum
megin frá, væri fallegur blár gluggi fyrir ofan rauðan múr-
vegg. Fyrir framan gluggann gekk María fram og aftur,
lagaði hitt og þetta, sem henni fannst enn í ólagi, en milli
þeirra Súsönnu var ramminn og það var eins og þær
væru langt hvor frá annarri.
Heinz kom nú aftur með handklæði um hálsinn og fýsi-
belginn í höndunum. „Getum við þá byrjað? Fyrst átt þú
að láta til þín heyra, og svo spila ég lagið mitt“, sagði María
með lágri rödd.
„Húúúíj! Hæ!“ hvein í hvirfilvindinum. „Pú, pú!“ heyrð-
ist í fýsibelgnum, handklæðið blakti qg það skrjáfaði í
laufinu á gólfinu.
Súsanna, sem ekkert sá nema grátt léreftið og tréramm-
ann, var að springa úr forvitni. Hún hélt dauðahaldi í
rammann, til að Hvirfilvindurinn feykti honum ekki um
koll. Eplin á stólnum við hliðina á henni ilmuðu freistandi,
en hún þorði ekki að fá sér bita af þeim, þetta var alltof
hátíðleg stund. Og nú heyrðust lágir munnhörputónar í
fjarlægð. Nú átti Haustið víst að opna gluggann hægt og
rólega. Það glamraði dálítið í klakadrönglunum, fánamir
blöktu, Heinz þyrlaði upp laufinu eins og yitlaus maður.
Úr einu horninu kom María dansandi, og þó að hún vseri
í þungum skóm, var eins og hún svifi meir en gengi. Hún
var með rauða tyrkneska kollhúfu með svörtum skúf, sem
dinglaði í takt við hvert skref. Hún spilaði á munnhörp-
Unga ísLand 6