Unga Ísland - 01.12.1948, Qupperneq 84
82
. una, kom fram hjá glugganum og hélt áfram um leið og
lagið hækkaði og varð skærara, en svo dó það smátt og
smátt út aftur.
Hvirfilvindurinn hætti að þyrla og blása, hann gleymdi
í'jneira að segja að fá fánana til að blakta með fýsibelgnum.
Hann hlustaði á munnhörputóna Maríu, sem ýmist voru
eins og í orgeli í kirkju, stundum eins og hergöngulag.
^riíjjHver ert þú?“ spurði Heinz, sem fann.til dálítillar ö.f-
„■undar. . .•
„Ég er hjarðmey, lalala, hjarðmey fyrir framan hús
.-Haustsins“, söng María og fór aftur að spila.
.di;„Ef þú ert hjarðmey, hvar er þá hjörðin þín?“
„Hjá hóínum eru kindurnar, hjá græna hólnum“.
Nú hefði Heinz getað spurt, hvar þessi græni hóll væri,
, en hann gerði það ekki, hann harmaði aðeins, að hvirfil-
■i,ýÍn4urinn gaeti .ekki haldið áfram. að blása vegna söngs
.;hjatðmeyjarinnar. Þegar enginn skipti sér af honum, þaut
hann blásandi út um dyrnar.
.>,• Ef Súsapna hefði mátt tala, myndi hún hafa þaggað nið-
;ur í bróður sínum, en Haustið átti aðeins að sitja við glugg-
ann, og það var ekki hægt að kalla út um svona glugga,
. nema að öll dýrðin hryndi niður.
jj jÞegar hvirfilvindinn hafði lægt, settist hjarðmeyjan nið-
.•ur í laufið fyrir utan hús Haustsins og starði með hálflukt-
um augum inn um gluggann. :
;/ Þetta Haust! Hefurðu nokkurn tíma séð fegurra Haust?
Dökk kastaníukórónan á slegnu hárinu, gular perumar við
heitar kinnarnar! Blá augun undir rauðleitum blöðunum!
Hjarðmeyjan stóð aftur upp, gekk með hægum skrefum
að dyrunum og lék um leið angurværa tóna á munnhörp-
:una. Hún endurtók tónana, eins og að skilnaði, og lagði
,höndina hikandi á hurðarhúninn.
En þá teygði Haustið báða handleggi út um gluggann til