Unga Ísland - 01.12.1948, Page 86
84
„Við skulum skreyta Maríu“, sagði Súsanna lágt.
Súsanna tók kollhúfuna af Maríu og lét fallegan blóm-
sveig á brúnt hár hennar.
Heinz setti kollhúfuna á annað eyrað á sér og spurði,
hvort þau ættu ekki nú að borða ávextina.
Það var góð uppástunga. Bömin settust í hring á gólfið
og borðuðu ávextina, á meðan Heinz gaut augunum til
skúfsins, sem dinglaði úr kollhúfunni. Með fullan munn-
inn spurði hann, hvaða leik þau ættu nú að fara í. „Ganga
á höndunum? Feluleik? Eltingaleik?“
Súsanna hafnaði öllum uppástungum.
■ Nú dimmdi óðum í herberginu. Aðeins klakadrönglamir
fyrir ofan gluggann og blómsveigar stúlknanna lýstu í
myrkrinu.
■ „Eigum við að fara í vorleikinn?“ hvíslaði Súsanna lágt.
{ „Já, en nú er haust“, maldaði Heinz í móinn.
. y,Nú er bráðum orðið aldimmt“, sagði Súsanna, „þá er
ekki framar haust, þá er nótt“.
„Þá er nótt“, endurtók María lágt.
„Þú átt að dansa lag vorsins, María“, sagði Súsanna.
Bjartur blómsveigurinn beygði sig játandi, roði færðist
yfir enni Maríu.
„Ég tek gluggann burtu“. Heinz byrjaði verkið þama í
rökkrinu. Það heyrðist í laufinu undir fótum hvirfilvinds-
ins fyrrverandi. Stúlkumar gengu á tánum og tóku var-
lega niður skrautið. Hægan, hægan! Hér í stofunni er
leyndarmál ofið með hverjum andardrætti, og hvert þungt
skref, hvert hátttalað orð getur slitið þenna fislétta vef.
Heinz hvíslaði að Maríu, að hún skyldi taka af sér blóm-
sveiginn, annars gæti hún ekki verið snjóklukka. Súsanna
lét haustkórónuna sína á stólbak. Yfir glugganum, sem nú
hallaðist lokaður upp að veggnum, glamraði lítið eitt í
glerstrendingunum; það var eins og ofurlítið bergmál af
haustleiknum