Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 8
UE1T,
Eftir Steplinn G. Stephun.sson.
i.
Bannaði bustörf bálviður íslenzkt,
orfi né árum ýtt varð ei gegn því,
byljir sér byltu, brim var fyrir sandi.
Gegningum gegnt hafði, grópað í stuðla
saknaðar sárs síðasta torrek,
að gremju sinnar getu-lögum goðheimi stefnt
fyrir aftökur ósekra — Egill gekk til skemmu.
Aflæstar útidyr opnaði lykli,
hrikti í hjörum, hengi-lás spratt upp,
sté hann yfir stokk inn, stóð á miðju gólfi.
Skrín stóð á skákum, skjöldur hékk yfir.
Síðbrúnir svartar sigu þá Agli,
það var skjöldur Skálaglams, sem skein á þili.
Skálaglams skjöldur skenktur af kænsku,
eigið hrós sér Einar á Egil lék,
sem skuldbundinn skáldavenju: skjaldargjöf
launa varð með lofstöfum Ijóða sinna.
Þá sem vissi og vildi vammið fjarsta
—Braglist sína blekkja varð, sig betur mat liann sjálfur—
verða að lúta í ljóði lægra skáldi!
Öðlingum, sem Arinbirni einhæfast sem var,
eða úr helju liöfuð sjálfs sín á liálfri nótt að kveða dýrt.
II.
Lykla bar að læsing luktrar kistu,
skauzt upp skrá á skríni járnbendu.
Dýrir dómar: daglaun Braga,
orða íþróttar, undir opnu loki
láu, allir ótýndir— metfé hans og manndómsgjöld.