Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 9
METNAÐUR
Andar-egg lireiðraðist þar efst í kistu
—þegiö vel af þrévetling— og þrír kúfungar,
skyldmennis skenkur og skáldlaun hans fyrstu,
og bernsku-breks hans bætifláki.
Hýrnaði hengibrún, hrukkur stigu á enni.
Váeygur varð hann, vöðvar þrútnuðu:
fyrir sér fann hann fésjóðu tvo,
bróður-bætur bónda greiddar,
sem hefði konung-kyns kappi fallið.
Ó-eytt geymdi hann enn enska silfrið.
I þungra hefnda hug hann heygði í muna
vaskan bróður á Vínuheiði.
Ó-sínkt varð Agli þar
bjó svo bróður hrer:
með gull hann gengi
sitt eigið fé,
að í báðum höndum
í gröf til heljar.
III.
Gló-hneptar, gullseymdar glæsi-slæður
hóf upp úr handraða hirzlu sinnar
Egill í yfirsýn: Arinbjarnar-naut!
tilhalds og trygðagjöf, tignarklæði.
Einn kunni Arinbjörn Egils dáðir:
klæðnaður konunga þótti kostum sæma.
Eitt sinn að Alþingi bar Egill síðar
skraut-skrúða þann — skimaði þingheimur,
ei eygt þóttist áður hafa atgervi svo prútt.
Annað var, er albúinn úlfhéðni gráum,
í ofviðrum illum að útistörfum
gekk liann um bónda-bú í bíti morguns.
Glatt var Agli, að geta gengið á þing
höfðinglegast — en heima höldslegast,
Kunnað að bera búning bús og hirðar.
Lýtum var lakrað fat, leirugur var faldur!
Óleyft hafði einhver Egils búnað tekið,
vaxinn upp úr aurnum ökla-lægra en hann.