Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Síða 10
8 TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
Vandlega vildi hann viötakendum geyma
óspjöllum klæði sín og kvæði.
Sigu svartar brúnir, svall í skapi stórráð.
IV.
Fingur-bauguð, beltislykluð, bjartfölduð hlaöhönd,
fagur-skikkjuð, sköruleg Ásgerður í útidyrum stóð.
“Syni þínuni Þorsteini þitt skrúð, Egill,
léði eg á mannamót.
Póru flughraðar, er fljóð sitt leit,
margar minningar um muna Egils,
sem yfir húm-himin hríslast eldingar.
Einn dag á æfi lá Egill sjúkur,
þann sem sú brúður björt var bróður hans gefin!
Stóð hann í styrjöldum, storkaði ófærum,
einstæður og útlagi, en ofurhugi
í að ásanna ættgöfgi með arfi hennar,
því aldrei skyldi Egils kona með ambáttum teljast!
Og í andstæði ennþá var hún,
fyrirkona fremst og fegurst kvenna!
V.
En afrek hans öll fóru eina leið!
Saga hans og söngvar féllu á sömu þögn,
orðstír hans og íþróttir fór, ótilspurt,
fyr en flíkum hans fullslitið varð.
Sígildar sögur gerðust um silfur og gull!
Einkum ef orkuðu illu heilli.
Sáð skyldi því sjóðunum ensku síðar um þingvöll,
i'ísa skyldi af rógmálmi rán og mannfall,
Ágirnd myndi uppi halda Egils sögu.
22,—12.—’2.r,.