Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 14
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLiAGS ÍSLENDJNGA
mikið af því var og er flæðiland,
áþekt því, er liggur austur og vest-
uj' frá Rauðárósum. Dalslíking
þessi smáþrengdist, er ofar dró með
fljótinu og hvarf að lyktum alger-
lega skamt fyrir ofan Möðruvelli.
Fljótið eitt var eftir, er liðaöi sig
straumlítið og krókótt um þögul-
an skógargeim, stundum yfir og
stundum undir dyngjum af rótföst-
um trjám, er fallið höfðu af bökk-
unum fram í fljótiö.
Áþekkur þessu var svipur þessar-
ai hagsælu sveitar, þegar bygð var
hafin, að sumarlokum. Og þá kom
fjölgresisbreiðan meðfram skógin-
um norður frá Ósi sér vel, því hey-
tekja var auðveld á “Almenningi”,
eins og þetta “engi” var þá kall-
að, enda brýn þörf á, því naut-
gripirnir, sem reknir liöfðu verið
alla leið frá Winnipeg, voru til-
tölulega margir, en heyfangatími
naumur.
Enn ber sveitin dalslíkinguna,
sem frumbyggjunum kom svo vel
fyrir, en “dalurinn”' er nú orðinn
miklu lengri en hann var sýnileg-
ur í upphafi, — nær nú að mestu
óslitinn alt vestur á Fögruvelli, en
þar var skógur í fyrstu meir til
skjóls og prýðis en til fyrirstöðu.
Og víst er fagurt að líta yfir græn-
ar grundir, akra og engi, sem kom-
iö' er í stað skógarins út frá fljóts-
bökkunum, með tvísettri bæjaröð,
sinni hvoru megin við fljótið. En
neðarlega í “dalnum”, einmitt þar
sem frumbyggjarnir fyrst stigu á
land, liggur nú járnbraut yfir fljót-
iö, og með henni, í hlýjum vagni
og þægilegum, fara menn nú á 4
eða 5 klukkustundum þá leið, sem
í upphafi var ógreið og örðug
þriggja daga ferð.
* * *
Þó svipur landsins yfirleitt væri
sá sami fyrir 49—50 árum, þá er
þó sá munur á aðkomu þá og nú,
að enginn, sem ekki var þar í upp-
hafi getur gert sér ljósa grein fyr-
ir hve ógnar mikill sá munur er.
Það getur enginn, sem ekki var þar
viðstaddur og tók þátt í verki, gert
sér liugmynd um, hvílíkir erfið-
leikar fylgdu þó ekki væri meira en
hálfrar mílu ferð á landi. Braut
var engin, það segir sig sjálft, um
auðan skógargeim í allar áttir frá
fjörusandi. Landmælingalínurnar,
sem óhultastar eru allra vegavita í
skóglendi, voru enn ókomnar nema
á stöku stöðum. Frá lendingar-
staönum á fljótsbökkunum eða á
fjörusandinum, lágu engar slóðir,
enginn stígur. Alt beið koinu
frumbyggjanna, og fæstir þeirra, er
að heiman komu 1876, höfðu séð
skógartré fyr en á vesturferðiimi,
og þá ýmist í fjarlægð, frá þilfari á
skipi, eða á flugferð með járnbraut.
Þeir höfðu því helzt ekki séð skóg
og því síður haft náin kynni af
honum, fyr en þeir stigu á land, í
grend við fyrirhugaðan framtíöar-
bústað sinn.
Þar sem mýrlendisflákar láu ekki
fram á fjörusandinn, var vatns-
bakkinn víða hár og brattur upp að
ganga, einkum í Árnesbygðinni.
En hvort sem bakkinn var hár eða
lágur, þá var hann víðast vel var-
inn. Há og digur, hvítgrá poplar-
tré stóðu svo þétt strax á bakkan-
um, að litlu var meira en mann-
gengt á milli trjánna. En erfið
viðureignar, eins og þau hlutu að