Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 23

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Qupperneq 23
HUGLEIÐINGAR UM NÝJA ÍSLAND 2 sé lífinu í íslenzkri tungu sem lengst má verða, þá þarf helzt að snúa þvert út af þeirri leið, sem til þessa hefir verið alfaravegur fjöld- ans. Og víst ætti þá vel við, að hyrjað verði aö hugsa og tala um tilraunir í þá átt, á hálfrar aldar af- mæli fyrstu bygðarinnar. Þessi liðnu 50 ár hafa að sjálfsögðu ver- ið landnámstímabil, en ekki þó ein- göngu. Þau hafa því miður veriö dreifingartímabil, og það í fleiri en einum skilningi. Ef nú allir þeir þjóðvinir, sem unna íslenzkri tungu og þjóðerni flestu öðru fremur, vildu koma sér saman um að beita framvegis sameinuðu hyggjuviti sínu, og sameinuðu bolmagni, til þess að draga sem mest má úr á- stæðulitlu eirðarleysis rási frá einu landshorni til annars, og til þess að byggja upp svo veglega íslenzka, bygð, að Vestur-íslendingum væri sæmd í að sjá og eiga hlut þar í, — ef samkomulag til þessa væri fáanlegt, þá gæti svo farið, aö næstu 50 árin verði rétt nefnd sam- einingartímabil. En ekkert af þessu gerist fyrir- hafnarlaust. Það er eitthvað ann- að. Verkefnið er svo margþætt, svo umfangsmikið og stórt, að það er óráðin gáta, hvort vit sé í, að gera nokkrar verulegar tilraunir í þessa átt. Það aftur á móti er auðráðin gáta, að sé alt látið hólk- ast eins og hólkast vill, þá hnign- ai íslenzkunni æ meir og meir með hverju ári sem líður. Og sé ís- lenzkan farin að standa höllum fæti í æðimörgum stöðum nú, við 50 ára lokin, jafnvel í sjálfu höfuð- bóli íslendinga — Winnipeg, livers skal þá til geta um þær ástæður eftir 100 ára vist í þessu landi? Er of borið í þá tilgátu, að þar sem einn íslendingur hefir nú látið ís- lenzkuna þoka fyrir Enskunni, þá verði þeir orðnir þrír, sem það hafa gert, árið 1975. Og komi nú engir, eða sama sem engir frá Islandi til aðseturs hér, á næstu áratugum, þá er augljóst, að íslenzka fylking- in verður þá orðin æði gisin, því vitanlega verða þá fáir þeirra á lífi, sem nú eru miðaldra menn. Útstreymi unga fólksins úr ís- lenzku bygðunum hefir verið og er skaðlegast fyrir bygðina, sem það yfirgefur, og skaðlegast fyrir ís- lenzkuna, því það er varla ofsagt, að meira en helmingur þess fólks hverfi út fyrir takmörk íslenzkra bygða. Þetta er eðlilegt. Eftir að hafa komið í stórstaðina, þar sem glys og glaumur og skyndigróða- fjas heillar og töfrar óreyndan ung- ling, finnst lionum sveitin sín dauf- legri en svo, að við sé unandi. Þar er tilveran svo litlaus og tilbreyt- ingarlaus, skyndigróðavonirnar ekki til og framfarir allar svo hægfara, að stundum er vart sýnilegt, hvort gengur áfram eða aftur á bak. Hann þolir ekki mátið. Hann flýr til borgarinnar og úr henni í aðra og aftur aðra. En eftir sitja aldur- hnígnir foreldrar, einsömul að ann- ast um búið, með hálfvöxnum yngri börnum, og sem eins víst fylgja í fótspor hinna eldri, undireins og þau eru fleyg. Og þegar þar kem- ur, hafa gömlu hjónin um tvo vegi að velja, að sitja í búinu og sjá það smáganga, af sér, eða selja jörðina og flytja til borgarinnar, þar sem þau innan skamms þurfa ef til vill að búa við skort. Þó nú unga fólkið, sem burtu flytur úr bygð sinni, tali íslenzku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.