Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 38
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA Guðni tók ósleitilega til matar síns. Og hann varð fljótt sterkari. Eitt kunni hann bezt, það var að kroppa af beinum. Þegar við feng- um saltkjötssúpuna á kvöldin og hver sinn spaöbita, þá dáðist eg að, hve Guðni skildi við sínar hnútur og liryggja,rliðina algerlega fág- aða, allsbera af kjöti eða sinatægj- um — hver smuga hreinkroppuð með hnífsoddinum — og leggir boraðir í báða enda og mergsogn- ir. Þetta kunnu reyndar allir pilt- arnir og vinnukonurnar líka, en eg hafði ekki veitt því sérlega eftir- tekt. Þeim var ekki vorkunn að kunna það eða liafa huga á því. En Guðni snáðinn, ekki stærri en eg, hann kunni þetta utanað. Pabbi lians og mamma höfðu kent hon- um þetta. Þau höfðu lært það af sínum foreldrum. Veitti ekki af að nota og nýta alt, sem tönn á festi og matur gat kallast. Og öll beinin voru hirt og sett í sáinn. Beinastrúgur var talinn góður mat- ur til búdrýginda. Móðuharðindi, fellivetrar og hallæri eftir hallæri, höfðu kent heilsufræði eftir föng- um. Súrmaturinn reyndist hinn hollasti og bjargaði mörgum frá skyrbjúg. Alt ætilegt mátti geyma óskemt í sýru — egg, kjöt, fisk, brauð — alt. Það varð súrt á bragðið, en næringarefnin liéldust óeydd. Þá varð að una þeim mat- arföngum, sem landiö skamtaði. Og þá óx mönnum vit í vandræð- um til að bjarga sér, sem hver gat bezt. Nú á tímum er bruðlað með mat og gikksháttur magnast í landi, en þá ríkti alvara og aðgæzla á öllum góðum heimilum í með- ferð matar og allra muna. Þá gerðu menn guði þakkir fyrir það litla, sem þeir höfðu úr að spila, og fóru vel með sitt pund. Þetta rifjaðist upp fyrir mér um daginn, þegar eg var að lesa rit- gerð eftir sænskan rithöfund, um sparnað og hagsýni í gamla daga. Hann segir: “Þegar eg var ungur, þá lét pabbi okkar lesa borðbæn, bæði á undan og eftir mat. Dytti brauð- biti á gólfið, átti sá sem misti, ekki einasta að taka bitann upp, heldur kyssa hann í tilbót.” Og hann bæt- ir við: “Pabbi minn hafði alist upp í hungursneyð. Maður þráast við að hugsa sér að slíkir tímar geti komið aftur meðan við lifum — við sem höfum meira af mat en gott er, og kunnum ekki að eta hann okkur til heilsubótar.” Líkt þessu gæti margur eldri íslending- ur skrifað út úr sínu minni. Borðdúkur var ekki í For og ekki sópaðar matleifar af borðinu á eftir máltíð, því þess þurfti ekki með, nema eg sá húsmóðurina bleyta fingurgómana á tungunni og tína smá saman upp í sig smákorn af brauði eða harðfisksrusli, sem sáldrast hafði á borðið. -— Líkt og þegar hæna kroppar korn — eða rjúpa — og “kvakar þakkarorð”. Afi gamli tók venjulega kandís- molann út úr sér nærri óeyddann eftir að hann hafði sötrað kaffið, og stakk honum í vestisvasa sinn, til að nota hann aftur eða gefa mér — þegar eg reyndist honum góður drengur. Það eru, eins og kunnugt er, ekki margir áratugir síðan meginþorri alþýðumanna fékk sig ekki full- saddan nema á stórhátíðum. Og það var komið upp í vana að halda í við sig um allan mat og munað.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.