Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Side 39
GAMALT OG GOTT — OG ILT
37
Af Guðna veit eg það að segja, að
hann varð með aldrinum duglegasti
vinnumaður, þangað til dauðinn
sótti liann, líklega eitthvað fyrir
örlög fram vegna harðréttisins í
æsku. Eg hefi oft hugsað um,
hvort hann hefði orðið nokkuð
duglegri við ofát og iðjuleysi. Og
svo hefi eg stundum spurt sjálf-
an mig, hvor okkar Guðna hafi í
í rauninni fengið haldbetri fræðslu,
hann af að reyna sultinn og eg af
að horfa á hann. “Hvað eina skað-
ar, sem er um of” — en mér finst
unga kynslóðin núna fara á mis
við ýmsa fræðslu, sem erfiðu kjör-
in veittu fyrrum. Grikkir létu
þræla drekka sig fulla og létu unga
menn horfa á, svo þeir fengju óbeit
á eitrinu.
III.
Þó eg dáist oft að nýtninni, fer
fjarri því, að hún ætíð sómi sér
vel — eins og t. d. þegar menn,
sem liafa nóg efni, ganga í rifnum
flíkum, karbættum og í sömu nær-
fötunum svo mánuðum skiftir, og
spara sápu og vatn fram úr hófi.
Og þetta þykir ekkert tiltökumál
meðal sumra stétta — yíða um
heim.
Strákur kom til mín um daginn
með kýli aftan á hálsinum. Hann
liafði lullað á það Hólaplástrr).
Eg sagði við hann, eins og G.
Hannesson fyrirrennari minn sagði
við kerlinguna, “að hann hefði eins
getað sett þann plástur vestan
megin á Vaðlaheiðina”. En háls-
inn allur í kring var skítugur og
") ÞatS er plástur, sem kerling sautS
saman úti í SvarfatSardal, og margt fólk
trúir á betur en plástra úr lyfjabúbinni.
svartur, eins og strákurinn væri að
verða svertingi, og alveg orðinn
það á þessum líkamsparti. Eg hafði
orð á því við hann, að það væri
víst langt síðan hann hefði þvegið
sér, og eg taldi furðulegt, hvernig
menn gætu orðið svona skítugir.
“Það er bara af því eg liefi verið
til sjós,” sagði strákur og varð all-
ur glentur. — “Nú,” sagði eg, “það
er þá bara einhver sjóskítur, —
en er þó sjórinn ekki eiginlega
nokkuð hreinn?” Hann hló þá,
og eg með, en eg rninti hann á það,
sem mér var kent sem barni — æ-
tíð að þvo sér á kvöldin — því ef
maður deyr um nóttina, er óttalegt
að vita líkið skítugt. Hann kann-
aðist við þetta, því mamma hans
hafði þá kent honum þessa kreddu
(sem er að vísu mjög virðingar-
verð, en reyndar hefir mér ætíð
fundist: Skítt veri með þó líkið sé
skítugt, ef lifandi manneskjan er
ætíð þrifaleg). — Jæja — eg skar
svo í kýlið, eftir að hafa þvegið
hálsinn á stráknum með benzíni,
og það liafði hjálpað nokkuð. Og
aö' skilnaði minti eg hann á kvæðið
um Skúla fógeta — sem vildi láta
hásetana hætta öllum skælum og
dubba sig upp í sjávarháskanum,
svo að það sæist, þegar þá ræki á
land að “hunda það væru ekki
skrokkar”.
Það þarf sjálfsagt margar kyn-
slóðir af læknum og heilsufræð-
ingum til að innræta öllum boðorð
hreinlætisins. Og þetta er í raun-
inni engin furða, því yfirgengilegt
er, hvað mönnum getur lengi hald-
ist uppi að trassa hörundsræstingu
án heilsutjóns. Nansen og félagar
hans þvoðu sér ekki í meira en
mánuð og varð gott af. Meðan