Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.06.1925, Page 41
GAMALT OG GOTT — OG ILT
39
En eftir því sem menningin
breiðist út, hverfa þessar vofur.
Allir íslendingar, austan hafs sem
vestan, læra nú óðfluga alla
mannasiði, góða og illa.
V.
Eg mætti kunningja á götunni.
Hann sýndi mér gamlar beizlis-
stengur úr kopar, sem einhver
hafði skenkt honum í afmælisgjöf
Hann var á leið til söðlasmiðs til að
láta setja við þær nýtt höfuðleður
og tauma. Eg sagði honum, að
hann yrði að láta fægja stengurn-
ar. Þá yrðu þær fyrst verulega
fallegar. Honum hafði ekki dottið
þetta í hug og var mér þakklátur.
Eg fékk þá texta til að halda yfir
honurn dálitla prédikun. Hún var
á þessa leið:
Eg kom einu sinni til bónda í út-
löndum. Hann bauð mér að prófa
hest sinn, og hafði eg gaman af,
þó ekki væri hann vakur né fjörug-
ur. En eg hafði mest gaman af að
athuga beizlið og hnakkinn. Hvort-
tveggja var gamalt, en þó næstum
eins og nýtt — vegna þess að hlut-
unum hafði verið vel haldið við.
Leðrið var alt mjúkt eftir áburð,
sem vant var að bera á það við
hverja brúkun, og beizlisstengurn-
ar fægðar, eins og úr glóandi gulli.
Eg skammaðist mín þá innvort-
is, þegar eg hugsaði heim og mint-
ist bæði hnakksins rníns og beizlis-
ins, sem liggja eins og skran uppi
á tunnubotni niðri í kjallara — og
enginn hirðir um. Eg þykist ekki
hafa tíma fyrir lækningum, en
vinnukonurnar því síður vegna
annríkis við sætsúpusuðu “plokk-
fisk”-tilbúning og hreingerninga,
en krakkarnir önnum kafnir viö
skólagöngu, lexíulærdóm og við að
leika sér. “Ekki nema það þó, að
eiga nú líka að smyrja hnakk og
beizli með feitisvertu auk stígvél-
anna, eða fara að fægja beizlis-
stengurnar — auk hurðarlásanna,
kaffikönnunnar og allra hnífanna
og gaflanna,” myndi vinnukonan
segja og snúa upp á sig.
Til livers að eiga stengur og í-
stöð úr kopar, þegar enginn sér
málminn fyrir spansgrænu óþverra?
Það eru ekki nema fáir, sem
hugsa um þetta, gamall rótgróinn
trassaskapur. Augun ekki opnuð,
en þau opnast áreiðanlega, þegar
tízkan heimtar það. Og þá skulum
við sjá, að ekki verður sparað að
fægja koparinn fremur en að þvo
sér og greiða.
En það er meiri vandi að koma
góðri og hollri tízku á, heldur en
silkisokkum og “cutting”.
VI.
í gamla daga, þegar dundu yfir
hallæri og hungur hvað eftir ann-
að, eins og guðs refsivendir, varö
meginþorri forfeðra vorra að þola
vandræðin. Það voru aðeins fá-
einir menn, beztu bændurnir, sem
sáu sér nokkurn veginn farborða,
meðan hinir sultu. Þó segir stund-
um í annálum um aftöku-harðindi:
“Þá sá á betri bændum”. Smám-
saman urðu betri bændurnir fleiri
og fleiri. Og nú eru framfarirnar
orðnar svo miklar, að skepnudauði
er orðinn sjaldgæfur og hungur ó-
þekt á íslandi, jafnvel þó komið hafi
mörg harðindaár upp á síðkastið,
öldungis eins slæm eins og verstu
fellisárin fyrrum. Mikið vantar þó
enn á, að vel sé. Enn vantar marga
þá metnaðargirnd, að duga nógu